Myndaalbúm Lemúrsins geymir forvitnilegar ljósmyndir úr sögunnar rás. Flestar myndirnar eru frá opinberum stofnunum eða söfnum.

Hótel Borg árið 1930: Stórir sem smáir stilla sér upp

Starfsfólk á Hótel Borg árið 1930, þegar hótelið hóf starfsemi. Sirkuslistamaðurinn Jóhannes Jósefsson var stofnandi hótelsins en Lemúrinn hefur fjallað um skrautlegan feril hans nýlega. 

 

„Nýja gistihúsið, margumtalaða og langþráða, Hótel Borg, er nú tekið til starfa að nokkru leyti. Veitingasalir þess og samkvæmissalir voru fyrst notaðir 18. þ. m. og var þar dansleikur 300 manna og borðhald 180 manna… [Lesa meira]

Reykjavík í kringum 1870

Reykjavík í kringum 1870. Við sjáum til dæmis stjórnarráðið, dómkirkjuna og aðalbyggingu Menntaskólans í Reykjavík.

 

Heimild: Þór Magnússon (1976). Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar, Almenna bókafélagið,… [Lesa meira]

Sköpunarverk Buckminster Fuller brennur

Biosphere – eða Taj Mahal hennar Önnu – snilldarlegur skáli hugsuðarins Buckminster Fuller í Montreal í Kanada brennur árið 1976. Lesið um allt um þessa mögnuðu byggingu… [Lesa meira]

Venice Beach, Los Angeles, 1979

Venice Beach árið 1979.

 

Úr viðtali Vikunnar sem tekið var þar við Önnu Mjöll Ólafsdóttur árið 1993:

 

„„Mér finnst ég ekkert líkari Dolly Parton en til dæmis Arnold Schwarzenegger! Þótt ég stigi upp á stól á sauðskinnskóm og upphlut, með sviðakjamma í hendinni og færi að kveða rímur myndi eflaust einhver segja að ég væri eins og Ameríkani. Ég veit ekki… [Lesa meira]

Miðborg Tókýó í lok seinni heimsstyrjaldar

Hér sést miðborg Tókýó árið 1945, skömmu eftir uppgjöf Japans í síðari heimsstyrjöld. Sprengjuflugvélar Bandaríkjamanna höfðu þá lagt allar helstu borgir landsins gjörsamlega í rúst, og Tokýó var þar engin undantekning.

 

Í dag er Tókýó ein fjölmennasta borg heims, með um 35 milljón íbúa að úthverfum meðtöldum. Hún lítur svona út í… [Lesa meira]

Stalín afhöfðaður í Ungverjalandi

Mynd þessi er úr uppreisninni í Ungverjalandi 1956 gegn kommúnistastjórn landsins. Ungversku uppreisnarmennirnir hafa afhöfðað risastóra styttu af Jósef Stalín, sovéska harðstjóranum ógurlega sem látist hafði þremur árum áður.

 

Vesturveldin lofuðu Ungverjunum aðstoð en þau loforð voru öll svikin. Í kjölfarið barði Rauði herinn þá niður af mikilli hörku á meðan athygli heimspressunnar var fönguð af mislukkaðri innrás Bretlands og Frakklands í… [Lesa meira]

Japanskir samúræjar æfa bogfimi

Japanskir samúræjar æfa bogfimi með risavöxnum daikyū-bogum, sirka 1860. Samúræjastéttin var afnumin í Japan árið 1873 í tíð Meiji… [Lesa meira]

Finnar skjóta handsprengjum með teygjubyssu

Mynd þessi er frá tímum Vetrarstríðsins milli Finnlands og Sovétríkjanna 1938-1939. Hér sjáum við finnska hermenn gera sig reiðubúna til þess að skjóta handsprengju með risastórri heimatilbúinni teygjubyssu.

 

Vetrarstríðinu lauk óhjákvæmilega með ósigri Finna, og í kjölfarið gekk stór hluti Karelíuskaga til Sovétríkjanna. Finnarnir veittu hins vegar Rauða hernum gífurlega mótspyrnu og út stríðið féllu fimm sovéskir hermenn fyrir hvern… [Lesa meira]

Ung kommúnistastúlka í spænsku borgarastyrjöldinni

Hér sést Marina Ginestá, ungur baráttuliði kommúnista, á þaki Hotel Colón í miðborg Barselóna í júli 1936. Spænska borgarastyrjöldin milli repúblíkana og falangista var þá nýlega hafin, en hún stóð í tæp þrjú ár og kostaði um hálfa milljón manns lífið.

 

Marina er þó enn á lífi. Hún býr í París og er nú komin á… [Lesa meira]

Maó og Kissinger, 1975

Glatt á hjalla hjá Maó formanni og Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, árið 1975. Gerald Ford Bandaríkjaforseti og dóttir hans Susan fylgjast kát… [Lesa meira]

Reykjavík, október 2013

Hrafn Jónsson tók þessa dularfullu ljósmynd af höfuðborg Íslands í gær, 1. október… [Lesa meira]

Franskur hermaður ávarpar sveitastúlku

Autochrome litaljósmynd þessi er frá árum fyrri heimsstyrjaldar, sennilega í kringum 1917. Á henni sést franskur hermaður ávarpa fölleita sveitastúlku. Ljósmyndarinn er… [Lesa meira]