Blómey Stefánsdóttir (1914-1997) og Óskar Magnússon (1915-1993) með mynd þeirra af Jósef Stalín. Hjónin bjuggu í torfkofa á Hellisheiði frá 1973 til 1984 og ófu myndir af stjórnmálamönnum, þjóðskáldum og fleiri hetjum. Stalín var í sérstöku uppáhaldi. Um þessa alþýðulistamenn á sviði vefnaðar má til dæmis lesa í bók Ásdísar Höllu Bragadóttur, Tvísaga: móðir, dóttir, feður, en Blómey var… [Lesa meira]
Myndaalbúm Lemúrsins geymir forvitnilegar ljósmyndir úr sögunnar rás. Flestar myndirnar eru frá opinberum stofnunum eða söfnum.
Felix Dzerzinskíj
Illmennið Felix Dzerzinskíj (1877–1926), stofnandi Cheka, fyrstu „ríkisöryggissveitar“ Bolsévika í Rússlandi eftir byltingu. Dzerzinskíj barði niður andóf gegn kommúnistastjórninni af mikilli hörku og leiddi aðgerðir við að þurrka út… [Lesa meira]
Björk og Didda fá sér húðflúr, 1982
Myndir teknar um 1982. Vinkonurnar Björk Guðmundsdóttir og Didda Jónsdóttir fóru til Helga Aðalsteinssonar húðflúrara og fengu sér báðar galdrastafinn vegvísi á handlegginn. (Myndir frá aðdáendasíðum Bjarkar)
… [Lesa meira]Langahlíð 19-25, 1950
Íbúðablokkin við Lönguhlíð 19-25 eftir Einar Sveinsson og Gunnar Ólafsson var byggð á árunum 1946-1949 í anda fjölbýlishúsa sem Einar hafði þá þegar hannað við Hringbraut.
Unnið var eftir hugmyndafræði módernismans en þó með einkennandi stílbrögðum Einars, risin og þakið eru góð dæmi, auk þess sem áhersla var lögð á greiða leið náttúrulegrar birtu í hverja íbúð. Horngluggarnir á suðurhliðinni… [Lesa meira]
Kofi Millers
Bandaríska leikskáldið Arthur Miller (1915-2005) fyrir framan kofann sem hann byggði til að skrifa leikritið Sölumaður deyr (Death of a Salesman) árið 1949.
Um leið og kofinn var tilbúinn settist Miller niður og skrifaði fyrsta þátt verksins í einni bunu, eins og hann segir sjálfur frá í minningabókinni Timebends. Myndin er tekin síðar, á landareign Millers í Roxbury… [Lesa meira]
Stífla Leníns
Steypt ásjóna Vladimirs Lenín prýðir þessa glæsilegu stíflu við Kirov-vatnsbólið í norðvesturhluta Kirgistan, um 15 kílómetrum frá landamærunum við Kasakstan. Stíflan var vígð árið 1976 og er enn í fullri notkun. Ljósmynd eftir Grégoire… [Lesa meira]
Hinn dularfulli eiginmaður Dolly Parton
Carl Dean, þá 24 ára, og Dolly Parton, þá 20 ára, nýgift í smábænum Ringgold í Georgíuríki. Árið er 1966. Þau eru enn gift í dag. Dean hefur verið aðdáendum Parton nokkur ráðgáta. Hann hefur ávallt forðast sviðsljósið og vildi ekki nýta sér himinháar tekjur eiginkonu sinnar til að halda sér á floti. Þess í stað rak hann malbikunarfyrirtæki í… [Lesa meira]
Slipshod-systur og hælið
Ljósmynd sveimar um hyldýpi netsins og á að sýna Slipshod-systurnar sem margt fyrir löngu ráku hina hryllilegu heilbrigðisstofnun „The Slipshod Home for Feeble Minded Children“.
Lemúrnum hefur ekki tekist að staðfesta ætterni kvennanna á myndinni en þær eru ansi svalar. … [Lesa meira]
Gullfoss siglir framhjá Surtsey
Farþegaskipið Gullfoss siglir framhjá Surtseyjargosinu árið 1963. Mynd: Eimskip.
Gullfoss hætti siglingum 1972 og var síðasta farþegaskip Íslendinga, sem notað var í millilandasiglingum.… [Lesa meira]
Borg háhýsanna, 1924
Þýski arkitektinn Ludwig Hilbersheimer teiknaði borg háhýsanna, „Entwurf für eine Hochhausstadt,” 1924.
Enn er deilt um hvort myndirnar séu af útópískri eða dystópískri borg.
Hvað finnst þér?
[Lesa meira]Lögreglan, 1995
Lögreglan, Eiðistorgi, um 1995. Úr ljósmyndasafni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Forvarnir á Seltjarnarnesi. Eiður Eiðsson eldri og Toyota Corolla.“
Fyrir neðan, lögreglustöðin við Hverfisgötu, ónefndan vetrardag árið 1997.
… [Lesa meira]Ljós í Pyongyang
Eina ljósið í blokk á Tongil-götu í Pyongyang, árið 2011. Mynd frá höfuðborg Norður-Kóreu eftir Hendrik … [Lesa meira]