„Óvinurinn“ Jean-Claude Romand og bókin um morðið á fjölskyldunni

Frakkanum Jean-Claude Romand, sem myrti foreldra sína, konu og börn árið 1993, hefur verið sleppt úr fangelsi eftir 26 ár. Allir ættu að lesa meistaraverkið Óvininn, bókina sem fjallar um voðaverkin og persónuleika morðingjans frá ýmsum hliðum.

Áður en hann framdi morðin lifði Romand tvöföldu lífi í 18 ár. Fjölskyldan hélt að hann væri læknir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í Sviss og rannsakaði æðakölkun. En í raun hafði hann aldrei lokið námi og vann hvergi. Á meðan… [Lesa meira]

Zombie Island: Treiler fyrir nýja íslenska uppvakningamynd á ensku

Vídjó

Íslendingar – jafnvel börn – breytast í uppvakninga í þessari nýju íslensku hryllingsmynd. Það er ekki gott að segja hvers vegna miðað við þetta sýnishorn en þarna virðast þó einhver vísindi koma við… [Lesa meira]

„Svínið skal hengt af böðlinum“: Þegar réttað var yfir dýrum

„Oss hryllir við þessum skelfilega glæp og í máli þessu dæmum vér, sakfellum og fyrirskipum að svínið, sem hefir nú verið handtekið og haldið er föngnu í klaustrinu, skuli hengt af böðlinum og kyrkt til dauða í gálganum á aftökustað, öðrum víti til varnaðar.“

 

Svo hljómaði úrskurður dómarans við réttarhöld nokkur árið 1494, í klaustrinu Saint Martin de Laon í Frakkland.… [Lesa meira]

Marlon Brando leikur George Lincoln Rockwell, bandaríska nasistann sem fór til Íslands

George Lincoln Rockwell (1918-1967) var stofnandi American Nazi Party (bandaríska nasistaflokksins). Hann varð nokkuð þekktur vestanhafs um 1960 vegna öfgakenndra skoðana en varð ekkert ágengt í stjórnmálabaráttu sinni. Hann var myrtur árið 1967 í Arlington í Virginiu. Morðinginn var John Patler, fyrrum meðlimur nasistaflokks Rockwells.

 

Íslendingar þekkja sögu Rockwells vel enda gegndi hann herþjónustu í herstöð Bandaríkjahers í Keflavík árið 1952 og… [Lesa meira]

Mongólsk kona í færanlegum fangaklefa, 1913

Ljósmyndin sýnir mongólska konu í klefa í júlí 1913. Myndin er úr litmyndasafni Alberts Kahn. Víða á vefsíðum er konan sögð hafa verið dæmd til dauða og látin svelta í kassanum. Engar beinar heimildir virðast vera fyrir þessu og þykir nú líklegra að um færanlegan fangaklefa sé að ræða, sem hentaði auðvitað hirðingjum á sléttum… [Lesa meira]

Sovéskur njósnari hlær við eigin aftöku

Mynd þessi var tekin í Rukajärvi í Austur-Karelíu í nóvember 1942. Hún sýnir finnskan hermann taka sovéskan njósnara af lífi með byssu. Sovétmaðurinn hlær og mætir örlögum sínum með bros á vör. Hvað á maður annars til bragðs að taka á svona stundu?

 

Þess ber að geta að myndin er ekki úr Vetrarstríðinu, heldur frá þeim tíma er Finnland var gengið í lið… [Lesa meira]

Himmler og dóttir hans Guðrún heimsækja fangabúðir nasista

Heinrich Himmler heimsækir fangabúðir nasista ásamt tólf ára dóttur sinni Guðrúnu. Árið er 1941 eða 1942. Í bakgrunni sjást SS-mennirnir Reinhard Heydrich og Karl Wolff.

 

Gudrun Burwitz, dóttir Himmlers

Gudrun Burwitz, dóttir Himmlers, áttræð.

Himmler var yfir­maður þýsku lög­regl­unnar, SS-​​sveitanna og Gestapó… [Lesa meira]

Häxan: Sænsk horror-heimildarmynd frá 1922

Häxan er sænsk-dönsk „heimildarmynd“ frá 1922.  Danski leikstjórinn Benjamin Christensen gerði hana á þögla tímanum en myndin er öðrum þræði rannsókn hans á Mallus Maleficarum, þýskri galdraofsóknabók frá 15. öld.

 

Skoðað er hvernig geðsjúkdómar og aðrir kvillar stuðluðu að hinum hörmulegu galdraofsóknum í Evrópu á öldum áður þegar saklaust fólk var miskunnarlaust brennt á báli fyrir meinta galdra. Hér er… [Lesa meira]

Höfuðleðrið flegið af honum þrettán ára

Árið 1864 var þrettán ára gamli munaðarleysinginn Robert McGee að ferðast vestur til Santa Fe í Bandaríkjunum ásamt stórum hópi landnema. Svo fór að vopnuðu fylgdarmennirnir drógust aftur úr vagnalestinni. Í vesturhluta Kansas réðust Sioux-indjánar á varnarlausu ferðalangana, sem voru snarlega yfirbugaðir og drepnir á staðnum — að McGee og einum öðrum dreng undanskildum.

Indjánar þessir voru undir forystu höfðingjans Litlu skjaldböku. Höfðinginn… [Lesa meira]

Víetnamski munkurinn sem brann í mótmælaskyni

Þann 11. júní 1963 settist 66 ára gamli búddamunkurinn Thich Quang Duc á veginn fyrir utan kambódíska sendiráðið í Saigon, þáverandi höfuðborg Víetnam. Hann mælti:

 

Áður en ég loka augunum og færist í átt til Búdda bið ég virðingarfyllst Ngo Dinh Diem forseta um að sýna þjóðinni samúð og innleiða trúarlegt jafnrétti til þess að tryggja ævarandi styrk heimalandsins.… [Lesa meira]

Morðóða norska ekkjan Belle Gunness myrti tugi manna og hvarf svo

Sumar sögur þykja með svo miklum ólíkindum að þær hafa fengið goðsagnakenndan blæ. Sagan af Belle Gunness er ein þeirra.

 

Norska sveitastúlkan Brynhild Paulsdatter Størset (f. 1859) unni lífinu í sveitinni í Selbu-héraði, nærri Þrándheimi, þangað til dag nokkurn árið 1877.

 

Þennan örlagaríka dag ákvað Brynhild, þá 18 ára og ófrísk af sínu fyrsta barni, að fara á dansleik. Má gera sér í… [Lesa meira]

Síðasta opinbera aftakan í Bandaríkjunum

Ljósmynd þessi sýnir síðustu opinberu aftökuna í Bandaríkjunum, en hún átti sér stað árið 1936 í bænum Owensboro í Kentucky-fylki.

 

Ungur blökkumaður, hinn 22 ára gamli Rainey Bethea, játaði á sig að hafa nauðgað, rænt og kyrkt til bana Elzu Edwards, auðuga hvíta ekkju á sjötugsaldri. Hann var í kjölfarið dæmdur til dauða og hengdur fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur þann 14.… [Lesa meira]