Geðbilaða löggan í New York

Vídjó

Maniac Cop (ísl. Geðbilaða löggan) er bandarísk hryllingsmynd frá árinu 1988. Með aðalhlutverk fer Bruce Campbell, sem margir þekkja úr Evil Dead myndunum, en hann er ranglega sakaður um að vera geðbilaða löggan sem er að fremja ódæðisverk á strætum New York borgar.  Í kjölfarið reynir hann ásamt vinum sinum að hafa uppi á hinni sönnu… [Lesa meira]

Bragðgóði eftirrétturinn var í raun lífshættulegt sníkjudýr

Vídjó

Stöffið (The Stuff) er hryllingsmynd frá 1985 um ljúffengan en dularfullan hvítan eftirrétt.

 

Maður finnur límkennt hvítt sull í helli einum. Hvíta sullið er afar gott á bragðið og birtist fljótlega í hálfslítersumbúðum merkt THE STUFF í hillum verslana.

 

Innrás Stöffsins á hinn stóra eftiréttamarkað kemur sér illa fyrir ísframleiðendur og önnur matvælafyrirtæki. Þau leiða því hesta sína saman og ráða… [Lesa meira]

Kvalasjúka draugahúsið

Vídjó

Söguþráðurinn í hryllingsmyndinni Burnt Offerings frá 1976 er kunnuglegur. Fjölskylda dvelur í sannkölluðu draumahúsi, einhver staðar buskanum þar sem einangrunin kemur í veg fyrir að öskur þeirra heyrist.

 

Yndisleg dvöl fólksins í óðalinu er skyndilega rofin með hryllingi sem húsið sjálft virðist valda. Því þetta gamla og stóra óðal er í raun draugahús sem yngist með… [Lesa meira]

Hryllilegi apinn og lamaði maðurinn

Vídjó

 

Hryllingsmyndin Monkey Shines sem hrollvekjumeistarinn George A. Romero gerði árið 1988 er ólík frægustu myndum hans (Night of the Living Dead og Dawn of the Dead) því í henni var ekki sagt frá uppvakningum.

 

Myndin fjallar um íþróttamanninn Alan Mann sem lamast í hörmulegu slysi og er fastur í hjólastól.

 

Vinur Alans er vísindamaður sem gerir… [Lesa meira]

Sjúki nasistasonurinn Dr. Karl Günther

Vídjó

Þýski stórleikarinn Klaus Kinski lék í bandarísku hryllingsmyndinni Crawlspace árið 1986. Í þessari hrollvekju leikur hann Dr. Karl Günther sem er sonur stríðsglæpamanns úr röðum nasista. Karl býr í Bandaríkjunum og starfar þar við fasteignabrask. Myndin hét Leigjendurnir þegar hún var sýnd í íslensku sjónvarpi upp úr 1990.

 

„Karl Günther kemur leigjendum sínum fyrir sjónir eins og indæll og hjálpsamur náungi.… [Lesa meira]

Djöflastræti 13 – sænskur hryllingur frá 1959

 

Ljósmyndarinn Donald Powers fer til Maine-fylkis í Bandaríkjunum sem er snævi þakið. Hann tekur nokkrar magnaðar ljósmyndir. Sú athyglisverðasta sýnir auðan bóndabæ með ægilegum bakgrunni.

 

Þegar glæsileg kona gengur skyndilega út úr húsinu reynir Powers að fá hana til að stilla sér upp. Hann vill taka af henni myndir fyrir framan þennan drungalega bæ. Hún vill það ekki og hleypur í skóginn. Ljósmyndarinn eltir hana og ætlar… [Lesa meira]

Killdozer!: Kvikmynd um andsetna jarðýtu

Vídjó

Lloyd Kelly: Hvernig drepur maður vél?

Dennis Holvig: Vél? Hún er of þung til að hægt sé að hengja hana og of stór fyrir gasklefann.

 

Sjónvarpsmyndin Killdozer kom út árið 1974. Hún fjallaði um byggingaverkamenn á lítilli eyju úti fyrir ströndum Afríku sem reisa flugbraut.

 

Líf þeirra tekur miklum stakkaskiptum þegar loftsteinn lendir skyndilega á eyjunni. Verkstjórinn… [Lesa meira]

Crazy Fat Ethel

Vídjó

Stálminnugt fólk sem horfði mikið á hryllingsmyndir á áttunda áratugnum man kannski eftir hryllingsmyndinni Crazy Fat Ethel (1975) sem í sumum útgáfum heitir reyndar Criminally Insane. Hún fjallaði um Ethel sem er geðfatlaður offitusjúklingur og matarfíkill.

 

Hún býr heima hjá ömmu sinni og skóflar upp í sig kynstrum af mat og sælgæti. Einn daginn… [Lesa meira]