Leiðir til að sjá: Frábær heimildarmynd um myndlist eftir John Berger

Vídjó

Breski listrýnirinn og rithöfundurinn John Berger lést árið 2017, níræður að aldri.

Hann er líklega frægastur fyrir heimildarþáttaröðina „Ways of Seeing“ sem hjá BBC árið 1972. Í þáttunum, sem eru fjórir talsins, dregur Berger á snilldarlegan hátt fram hvernig fólk horfir á listaverk sögunnar út frá ólíkum sjónarhóli á hverjum tíma. Berger gaf síðar út… [Lesa meira]

Rafmögnuð Reykjavík: Heimildarmynd um sögu raftónlistar á Íslandi

Heimildarmyndin Rafmögnuð Reykjavík rekur sögu raf- og danstónlistar á Íslandi.

Raftónlist er ekki lengur jaðarfyrirbæri í dag og er spiluð á vinsælustu skemmtistöðum Reykjavíkur. En fyrir þrjátíu árum var slík tónlist nokkurs konar neðanjarðarstarfsemi sem breiddist hratt út á meðal ungs fólks á meðan eldri kynslóðir klóruðu sér í kollinum.

Í þessari mynd frá 2008, sem Arnar Jónasson leikstýrði, eru viðtöl við… [Lesa meira]

Bíó Lemúr: Sódóma Reykjavík

Ein allra besta kvikmynd Íslandssögunnar, Sódóma Reykjavík (1992), í leikstjórn Óskars Jónassonar, er í heild sinni á youtube. Í aðalhlutverkum eru meðal annarra Björn Jörundur Friðbjörnsson í hlutverki Axels, Margrét Hugrún Gústavsdóttir sem Mæja, Sigurjón Kjartansson sem hinn erfiði en minnisgóði Orri, Sóley Elíasdóttir sem Unnur, Eggert Þorleifsson sem glæpaforinginn Aggi Flinki og ekki má gleyma Helga Björnssyni í hlutverki… [Lesa meira]

Lalli Johns: Sígild mynd um hrjúfari Reykjavík um aldamótin

Það var seint að kvöldi, að vetri til, einhvern tímann á fyrstu árum nýrrar aldar, að maður kom á Aðalvídeoleiguna á Klapparstíg í Reykjavík.

Hann hét Lárus Björn Svavarsson, betur þekktur sem Lalli Johns.

Hann var í leit að spólu. Myndinni um hann… [Lesa meira]

Er hasartryllirinn Snowpiercer framhald af Kalla og sælgætisgerðinni?

Vídjó

Hér færir YouTube-notandinn Rhino Stew sannfærandi rök fyrir fjarstæðukenndri kenningu.

Blóðugi framtíðartryllirinn Snowpiercer frá 2013, eftir suðurkóreska leikstjórann Bong Joon-ho, er framhald af Kalla og sælgætisgerðinni. Að minnsta kosti kvikmyndaútgáfu þessarar sígildu bókar breska rithöfundarins Roald Dahl, Willy Wonka and the Chocolate Factory frá 1972, sem skartaði Gene Wilder í aðalhlutverki.

Reyndar er… [Lesa meira]

Höfði í argentínskri hryllingsmynd

Höfði í Reykjavík prýðir veggspjald fyrir La Casa en la Playa (Húsið á ströndinni), nýja argentínska hryllingsmynd.

Af stiklu kvikmyndarinnar að dæma kemur húsið fræga söguþræðinum ekkert við. Það er líklega einungis notað til að skreyta kynningarefni hennar. Leikstjóri er July Massaccesi. Óðinn Atlason tók ljósmyndina hér að ofan í neðanjarðarlest Buenos Aires.

Efnistök Hússins á ströndinni:

Abel kemur í sjávarþorp þar sem… [Lesa meira]

„Stritandi vjelarnar í borg framtíðarinnar“: Frá tökum Metropolis, 1926

Hér fyrir ofan fær þýska leikkonan Brigitte Helm sér hressingu við tökur á Metropolis. Þarna er hún í búningi Maschinenmensch, vélmennis í meistarastykki Fritz Lang sem fjallar um dystópíu í framtíðinni.

Metropolis, sem frumsýnd var árið 1927, var ein dýrasta kvikmynd þögla tímans. Hún var ennfremur ein allra fyrsta vísindaskáldsögukvikmyndin í fullri lengd og lagði grunninn fyrir óteljandi myndir á því… [Lesa meira]

„Bara fordómar“: Besti kvikmyndadómur Íslandssögunnar

Besti bíódómur Íslandssögunnar birtist 10. mars 1990 í DV. Gísli Einarsson, síðar kaupmaður í hinni frábæru verslun Nexus, sá stórvirkið „Braddock: Missing in Action III“ með hasarhetjunni og harðhausnum Chuck Norris.SAIGON, 1975. STRÍÐIÐ BÚIÐ. „Braddock flýgur. Hrapar fljótlega. Landamæri rétt hjá. Fyrst drepa verði. Fljótgert. Braddock særist mikið. Vondi Víetnaminn kemur. Á stórri þyrlu. Kanar bíða hinum megin,… [Lesa meira]

Andrei Tarkovsky tók Polaroid myndir til að „stöðva tímann“

Fyrir nokkrum árum fannst bunki af Polaroid myndum sem rússneski kvikmyndaleikstjórinn Andrei Tarkovsky (1932–1986) mun hafa tekið um 1979 til 1984.

 

„Árið 1977 birtist Tarkovsky með Polaroid vél í brúðkaupinu mínu í Moskvu. Hann hafði þá nýuppgötvað tækið og kætti okkur með brellum sínum með það. Hann og [Michelangelo] Antonioni voru vottar í brúðkaupinu. Venju samkvæmt þurftu þeir að velja tónlistina… [Lesa meira]

Tíu þúsund daga stríðið: Ítarleg heimildarþáttaröð um stríðið í Víetnam

Vietnam: The Ten Thousand Day War (1980) er stórgóð kanadísk heimildarþáttaröð um Víetnam-stríðið. Þáttaröðin er framleidd af kanadíska blaðamanninum Michael Maclear og rekur atburðarás sjálfstæðisbaráttu Víetnam frá nýlendutíð Frakka fram til vopnahlésins 1975. Maclear ferðaðist til Víetnam við gerð þáttanna og var fyrstur erlendra blaðamanna til þess að vera hleypt inn í landið að stríðinu loknu.

 

Höfundur þáttanna er Peter Arnett,… [Lesa meira]

Frábær heimildarþáttaröð um samskipti Bretlands og Bandaríkjanna á 20. öld

Vídjó

An Ocean Apart (1988)

BBC fræðsluþættirnir An Ocean Apart (1988) eru framleiddir af Adam Curtis.

Í upphafi 20. aldar var Bretland valdamesta ríki heims en hinu megin við Atlantshafið stóðu Bandaríkin á… [Lesa meira]

NBA-stjörnurnar í White Men Can’t Jump

Kvikmyndin White Men Can’t Jump er fyrir löngu orðin að nokkurs konar költ-fyrirbæri meðal körfuboltaáhugafólks um allan heim. Tímasetning hefur þar mikið að segja. Myndin, sem var leikstýrð af Ron Shelton, var frumsýnd þann 27. mars að vori ársins 1992 eða einmitt um þær mundir sem NBA-æðið var að ná hápunkti með Michael Jordan í fararbroddi – svo ekki sé minnst… [Lesa meira]