Vídjó

An Ocean Apart (1988)

BBC fræðsluþættirnir An Ocean Apart (1988) eru framleiddir af Adam Curtis.

Í upphafi 20. aldar var Bretland valdamesta ríki heims en hinu megin við Atlantshafið stóðu Bandaríkin á hliðarlínunum. Í dag er þessu öfugt farið. Bandaríkin eru langvoldugasta ríki veraldar en Bretar syrgja „glæsta fortíð“ í skugga risans í vestri.

 

Frábæru BBC heimildarþættirnir An Ocean Apart greina frá samskiptum Bretlands og Bandaríkjanna frá fyrri heimsstyrjöldinni fram að síðari hluta 9. áratugarins, og rekja menningarleg, efnahagsleg og pólitísk tengsl þessara tveggja enskumælandi ríkja. Þættirnir eru frá árinu 1988 og kynntir af sjónvarpsmanninum David Dimbleby.

 

Framleiðandi þáttanna er Adam Curtis, sem Lemúrinn hefur áður fjallað um.