Risastóru faróastytturnar sem standa vörð við Abu Simbel-hofin tvö í sunnanverðu Egyptalandi eru með tilkomumestu fornminjum heims. Þegar Egyptar byggðu hina gríðarmiklu Aswan-stíflu á Níl fór mikið landsvæði í Suður-Egyptalandi undir vatn. Ættjörð heillar þjóðar sökk í uppstöðulónið og ómetanlegar fornminjar með.
Steinfaróarnir við Abu Simbel hefðu gert það líka, hefði UNESCO ekki gripið inn í. Alþjóðlegt lið verkfræðinga og… [Lesa meira]