Þegar steinfaróarnir við Abu Simbel voru færðir

Risastóru faróastytturnar sem standa vörð við Abu Simbel-hofin tvö í sunnanverðu Egyptalandi eru með tilkomumestu fornminjum heims. Þegar Egyptar byggðu hina gríðarmiklu Aswan-stíflu á Níl fór mikið landsvæði í Suður-Egyptalandi undir vatn. Ættjörð heillar þjóðar sökk í uppstöðulónið og ómetanlegar fornminjar með.

 

Steinfaróarnir við Abu Simbel hefðu gert það líka, hefði UNESCO ekki gripið inn í. Alþjóðlegt lið verkfræðinga og… [Lesa meira]

Afganistan áður en eilíf stríð eyðilögðu landið

Hvernig var lífið í Afganistan á árunum 1950-1970?

 

Þegar Afganistan ber á góma hugsa flestir um fátækt og styrjaldir, jarðsprengjur og trúarofsa. Það er skiljanlegt, enda er Afganistan samtímans gjörsamlega eyðilagt land. Borgaralegt samfélag, menntun og uppbygging hefur orðið áratugalöngum styrjöldum og trúarofstæki að bráð. En svona var ástandið ekki alltaf. Á árunum 1950-1970 virtist flest benda til þess að landið væri… [Lesa meira]

Hver (og hvað) drap Yasser Arafat?

Vídjó

Árið 2004 veiktist Palestínuleiðtoginn Yasser Arafat skyndilega og lést skömmu síðar, 75 ára að aldri. Ekki virðist þó allt hafa verið með felldu. Margt bendir til þess að geislavirki þungamálmurinn pólóníum hafi dregið hann til dauða. Aðeins leyniþjónustur kjarnorkuríkja þykja líklegar til þess að geta orðið sér úti um þetta fágæta frumefni í nægilegu… [Lesa meira]

BBC heimildarmynd um konungdæmið Sádí-Arabíu

BBC heimildarmyndin Inside the Saudi Kingdom (ísl. Í Sádí-konungdæminu) frá árinu 2008 veitir sérstaka sýn á íhaldssama þjóðfélagsskipan Sádí-Arabíu, sem er eitt afturhaldssamasta þjóðríki heims. Þar í landi ríkja sjaría-lög og óbilgjarnt einræði Sád-fjölskyldunnar, og réttindi kvenna eru takmörkuð. Sádarnir eru nánir bandamenn Bandaríkjanna, enda sér landið fyrir um 10% af olíuframleiðslu heims.

 

Við gerð myndarinnar fékk kvikmyndagerðarmaðurinn Lionel Mill sérlegan og óvenjulegan aðgang… [Lesa meira]

Sjö ára gamall alsírskur íslamisti ávarpar fjöldann árið 1991

Vídjó

Abdelkahar Belhadj, sjö ára gamall sonur alsírska íslamistans Alís Belhadj, ávarpar hér fjöldann árið 1991.

 

Front Islamique du Salut, íslamistaflokkur Alsírs, var þá undir stjórn föður hans. Flokkurinn átti stóran þátt í blóðugri borgarastyrjöld sem braust út þar í landi 1992 og stóð fram til ársins 2002.

 

Ungi drengurinn er nú látinn. Árið 2006 gerðist hann… [Lesa meira]

Palestínskt mótspyrnurapp

Vídjó

Hér heyrum við palestínsku tónlistarkonuna Shadia Mansour flytja baráttulagið „Al Kufiyyeh Arabeyyeh“ (ísl. „Slæðan er arabísk“) ásamt rapparanum M1 úr bandarísku hipp-hoppsveitinni Dead Prez.

 

Tónlistarmyndbandið er tekið upp í Palestínu. Mansour er 27 ára og er búsett í London. Hún hefur verið kölluð „fremsta konan í arabísku hipp-hoppi“ af breska ríkisfjölmiðlinum BBC.

 

Lemúrinn hefur áður fjallað um arabískt… [Lesa meira]

Það kom úr eyðimörkinni! Pakistanar syngja lofsöng um Sádi-Arabíu

Vídjó

 

Þann 23. september árið 1932 stofnaði Ibn nokkur Saud konungsríki í eyðimörkinni á Arabíuskaga sem hann nefndi eftir sjálfum sér. Æ síðan hefur Sádi-Arabía haldið upp á þjóðhátíðardag sinn þann 23. september á ári hverju.

 

Árið 1992 var haldið upp á sextíu ára afmæli konungsríkisins með ýmsum hætti, og meðal annars var ákveðið að semja… [Lesa meira]

Sex hundruð ára gamlar furðuteikningar úr skissubók Tyrkjasoldáns

Lemúrinn hefur áður skoðað málverk síðasta kalífans og teikningar Viktoríu drottningar. Sá sem teiknaði þessar litlu teikningar hér að ofan lét einnig til sín taka á alþjóðavettvangi — hann sigraði Konstantínópel og lagði undir sig Býsansríki: Mehmet II Tyrkjasoldán.

 

Mehmet II var aðeins tuttugu og eins árs þegar Konstantínópel féll árið 1453, en þessar teikningar eru úr skissubók sem… [Lesa meira]

Eyðilegging og erlendir ferðamenn: Gamlar myndir frá Gaza

Það er ekki jafn mikið af myndum frá Gaza í myndasöfnum á internetinu og frá öðrum borgum í nágrenninu — til dæmis Jerúsalem, eða Aleppó. Þó svo að Gaza eigi sér líka langa og merkilega sögu langt aftur í fornaldir .

 

Í dag fréttum við heldur lítið frá Gaza nema í tengslum við stríð og aðrar hörmungar. Því miður má segja… [Lesa meira]

Flókin saga Frelsistorgsins í Kaíró í máli og myndum

Í nokkra daga í ársbyrjun 2011 var torg nokkuð í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, miðpunktur alheimsins.

 

Vafalaust hefur dágóður hluti ferðamanna til Egyptalands farið um hið risastóra Tahrír-torg á leið sinni til egypska þjóðminjasafnsins, sem þar stendur innan um hótel og opinberar byggingar.

 

En umheiminum þótti torgið þó ekki sérstaklega merkilegt fyrr en þar söfnuðust hugrakkir mótmælendur og kröfðust afsagnar Hosnís Múbaraks… [Lesa meira]

Keisarar, verkafólk og bófar í Persíu

Fáir ljósmyndarar á fyrstu árum ljósmyndatækninnar gátu fest landslag og mannlíf í Íran á filmu af álíka leikni og Antoin Sevruguin. Á löngum ferli — frá dögum Qajar-keisaraættarinnar í lok nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu  — tók hann myndir af fátækum bændum og verkamönnum jafnt sem keisaranum sjálfum, og það af sömu nærgætni og natni.

 

Antoin þessi Sevruguin var… [Lesa meira]

Furðudýr og venjuleg dýr í íslömskum fornritum

Zakaría al-Qazwini hét fræðimaður og rithöfundur sem var uppi á þrettándu öld. Hann var fæddur í bænum Qazvin í norðvestur-Íran en settist að í Bagdad þar sem hann náði í skottið á gullöld íslamskrar fræðimennsku þar í borg — áður en Mongólar lögðu hana undir sig árið 1258.

 

Frægasta rit Qazwini er heimslýsing sem nefnist “Undur skepnanna og furður sem til… [Lesa meira]