Árið 1925 gerðu íbúar Sýrlands tilraun til byltingar gegn kúgun yfirvalda. Líkt og nú varð þetta kveikjan að miklum blóðsúthellingum á götum úti og eyðileggingu. Sýrland var þá nýlenda Frakka, og uppþotið sem braust út haustið 1925 oft kallað Drúsauppþotið mikla. Til þess að styrkja stöðu sína höfðu Frakkar reynt að brjóta niður gamalgróið vald Atrash-fjölskyldunnar meðal Drúsa í Sýrlandi.

 

Þetta vakti reiði Drúsasamfélagsins og í ágúst lýsti Drúsasoldáninn Pasha al-Atrash yfir byltingu gegn frönskum yfirvöldum. Hann fékk auðveldlega stóran hluta Sýrlendinga í lið með sér, enda mikil almenn óánægja við stjórn Frakka. Frakkar brugðust við uppþotinu af fullri hörku. Þeir gerðu meðal annars tíðar loftárásir á heimahaga Drúsa í suðurhluta Sýrlands og á höfuðborgina Damaskus.

 

Bardagar milli Frakka og uppreisnarmanna stóðu í nærri tvö ár. Vorið 1927 tókst Frökkum loks að ráða niðurlögum byltingarinnar. Meira en fjórðungur Damaskus var þá í rúst.

 

Uppreisnarmenn sem Frakkar hafa tekið af lífi hanga á torgi í Damaskus.

 

Eyðilegging eftir loftárás á Damaskus.

 

Lík á víð og dreif.

 

Frakkar reistu vegatálma um alla Damaskus til þess að vernda hverfi kristinna.

 

Pasha al-Atrash í fararbroddi Drúsaher síns.

 

Pasha al-Atrash.

 

Eftir að uppþotið var kveðið niður dæmdu Frakkar Pasha al-Atrash og aðra leiðtoga þess til dauða. Al-Atrash slapp úr greipum þeirra til Jórdaníu. Hann snéri aftur 1937 og lést í hárri elli árið 1982.

 

Myndirnar eru fengnar úr myndasafni síðunnar SyrianHistory.com, sem og af bloggsíðu ljósmyndasafnins Burns Archive í New York, sem nýlega áskotnaðist safn mynda frá tímum byltingarinnar: http://theburnsarchive.blogspot.com/2011/08/syrian-druse-rebellion-of-1925-burns.html