Hinn dularfulli eiginmaður Dolly Parton

Carl Dean, þá 24 ára, og Dolly Parton, þá 20 ára, nýgift í smábænum Ringgold í Georgíuríki. Árið er 1966. Þau eru enn gift í dag. Dean hefur verið aðdáendum Parton nokkur ráðgáta. Hann hefur ávallt forðast sviðsljósið og vildi ekki nýta sér himinháar tekjur eiginkonu sinnar til að halda sér á floti. Þess í stað rak hann malbikunarfyrirtæki í… [Lesa meira]

Gullstyttan af Maó, 2016

Maóaðdáendur í sveitum Henan-héraðs í Kína reistu 37 metra styttu af kommúnistaleiðtoganum Maó Zedong árið 2016. Aðeins nokkrum dögum síðar var þessi gríðarstóra gyllta stytta hins vegar rifin niður.

Yfirvöld á svæðinu lögðu ekki blessun sína yfir verkið. Opinbera útskýringin var að sveitungarnir hefðu ekki sótt um byggingarleyfi.

[Lesa meira]

Póstkort sem Borges sendi móður sinni frá Íslandi, 1971

Argentínski rithöfundurinn Jorge Luis Borges sendi þetta póstkort til móður sinnar frá Reykjavík, 14. apríl 1971. Þetta var fyrsta af nokkrum Íslandsheimsóknum hans.

„Reykjavík er minna tignarleg en sveitarfélagið Lomas [úthverfi í Buenos Aires] og óendanlega fallegri, eins einkennilegt og það er,“ skrifar Borges og segist sakna móður sinnar og hugsa stöðugt til garðsins heima hjá henni, eins og hann… [Lesa meira]

Slipshod-systur og hælið

Ljósmynd sveimar um hyldýpi netsins og á að sýna Slipshod-systurnar sem margt fyrir löngu ráku hina hryllilegu heilbrigðisstofnun „The Slipshod Home for Feeble Minded Children“.

Lemúrnum hefur ekki tekist að staðfesta ætterni kvennanna á myndinni en þær eru ansi svalar. … [Lesa meira]

Freyju-Möndlur, Campari og kaktuslús

Hið klassíska íslenska sælgæti, Freyju Möndlur, hefur þann eiginleika að gera tungur neytenda skærbleikar við mikið át. Möndlurnar eru enda bleikar að lit, eða jafnvel djúprauðar (e. crimson). Þessum lit er náð með litarefninu karmín. Þetta sama litarefni er einmitt að finna í ítalska drykknum Campari, bitra líkjörnum sem fólk kann fyrst að meta með hækkandi aldri og aukinni biturð.… [Lesa meira]

Myndskreytt japanskt heimskort frá 1932 sýnir Al Capone, Hitler og Gandhi

Myndskreytt japanskt heimskort frá 1932 sýnir goshveri eða eldfjöll á Íslandi, mafíósann Al Capone í Bandaríkjunum, Breta glíma við Gandhi á Indlandi og Hitler og Stalín gnæfa yfir Evrópu.

Smellið hér til að sjá myndina í fullri stærð.

En þarna er líka Paavo Nurmi, langhlaupari, í Finnlandi, japanskir innflytjendur í Brasilíu og… [Lesa meira]