Myndskreytt japanskt heimskort frá 1932 sýnir Al Capone, Hitler og Gandhi

Myndskreytt japanskt heimskort frá 1932 sýnir goshveri eða eldfjöll á Íslandi, mafíósann Al Capone í Bandaríkjunum, Breta glíma við Gandhi á Indlandi og Hitler og Stalín gnæfa yfir Evrópu.

Smellið hér til að sjá myndina í fullri stærð.

En þarna er líka Paavo Nurmi, langhlaupari, í Finnlandi, japanskir innflytjendur í Brasilíu og… [Lesa meira]

Fann mynd af Halldóri Laxness á Íslendingadeginum í Los Angeles 1929

Elijah Petzold lærði íslensku í Háskóla Íslands fyrir nokkrum árum. Þegar hann kom heim til Los Angeles skoðaði hann gamla ljósmynd sem móðir hans keypti á bílskúrssölu fyrir 30 árum síðan.

Mömmu hans fannst myndin áhugaverð en skildi ekki áletrunina sem fylgdi.

En eftir dvölina á Íslandi átti Elijah ekki í vandræðum með textann:

Íslendinga dagur — Sycamore Grove Aug 4, 1929

Elijah… [Lesa meira]

Nútímajóga er afkvæmi „Müllersæfinga“

Jóga er ein vinsælasta gerð líkamsræktar í nútímanum. Milljónir manna um allan heim stunda óteljandi líkamsstellingar sem hressa og liðka bæði líkama og sál. En fyrirbærið jóga – eins og vestrænt fólk þekkir það – á sér furðulega sögu sem er mun nær okkur í tíma en við áttum okkur á. Og mun vestrænni.

Í upphafi tuttugustu aldar varð… [Lesa meira]

Er hasartryllirinn Snowpiercer framhald af Kalla og sælgætisgerðinni?

Vídjó

Hér færir YouTube-notandinn Rhino Stew sannfærandi rök fyrir fjarstæðukenndri kenningu.

Blóðugi framtíðartryllirinn Snowpiercer frá 2013, eftir suðurkóreska leikstjórann Bong Joon-ho, er framhald af Kalla og sælgætisgerðinni. Að minnsta kosti kvikmyndaútgáfu þessarar sígildu bókar breska rithöfundarins Roald Dahl, Willy Wonka and the Chocolate Factory frá 1972, sem skartaði Gene Wilder í aðalhlutverki.

Reyndar er… [Lesa meira]

Síðasta ferðin: Vísindaskáldsöguleg smásaga frá 1964 eftir Ingibjörgu Jónsdóttur

Í fjarlægri framtíð rekur ónefndur geimsiglingafræðingur raunir sínar eftir nöturlega geimferð. En ekki er allt sem sýnist.

Lesið íslenska „smásögu úr framtíðinni“ hér fyrir neðan. Tímaritið Fálkinn birti hana í júní 1964 með viðvörun um „að taugaveiklað fólk ætti að láta þessa sögu alveg eiga sig“.

Ingibjörg Jónsdóttir (1933-1986) var afkastamikill rithöfundur og þýðandi. Hún sendi meðal annars frá sér ástar-… [Lesa meira]

Gullfoss siglir framhjá Surtsey

Farþegaskipið Gullfoss siglir framhjá Surtseyjargosinu árið 1963. Mynd: Eimskip.

Gullfoss hætti siglingum 1972 og var síðasta farþegaskip Íslendinga, sem notað var í millilandasiglingum.… [Lesa meira]