Síðasta ferðin: Vísindaskáldsöguleg smásaga frá 1964 eftir Ingibjörgu Jónsdóttur

Í fjarlægri framtíð rekur ónefndur geimsiglingarfræðingur raunir sínar eftir nöturlega geimferð. En ekki er allt sem sýnist.

Lesið íslenska „smásögu úr framtíðinni“ hér fyrir neðan. Tímaritið Fálkinn birti hana í júní 1964 með viðvörun um „að taugaveiklað fólk ætti að láta þessa sögu alveg eiga sig“.

Ingibjörg Jónsdóttir (1933-1986) var afkastamikill rithöfundur og þýðandi. Hún sendi meðal annars frá sér ástar-… [Lesa meira]

Gullfoss siglir framhjá Surtsey

Farþegaskipið Gullfoss siglir framhjá Surtseyjargosinu árið 1963. Mynd: Eimskip.

Gullfoss hætti siglingum 1972 og var síðasta farþegaskip Íslendinga, sem notað var í millilandasiglingum.… [Lesa meira]

Höfði í argentínskri hryllingsmynd

Höfði í Reykjavík prýðir veggspjald fyrir La Casa en la Playa (Húsið á ströndinni), nýja argentínska hryllingsmynd.

Af stiklu kvikmyndarinnar að dæma kemur húsið fræga söguþræðinum ekkert við. Það er líklega einungis notað til að skreyta kynningarefni hennar. Leikstjóri er July Massaccesi. Óðinn Atlason tók ljósmyndina hér að ofan í neðanjarðarlest Buenos Aires.

Efnistök Hússins á ströndinni:

Abel kemur í sjávarþorp þar sem… [Lesa meira]

Borg háhýsanna, 1924

Þýski arkitektinn Ludwig Hilbersheimer teiknaði borg háhýsanna, „Entwurf für eine Hochhausstadt,” 1924.

Enn er deilt um hvort myndirnar séu af útópískri eða dystópískri borg.

Hvað finnst þér?

Teikning frá 1927 eftir… [Lesa meira]

Lögreglan, 1995

Lögreglan, Eiðistorgi, um 1995. Úr ljósmyndasafni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Forvarnir á Seltjarnarnesi. Eiður Eiðsson eldri og Toyota Corolla.“

Fyrir neðan, lögreglustöðin við Hverfisgötu, ónefndan vetrardag árið 1997.

… [Lesa meira]

„Stritandi vjelarnar í borg framtíðarinnar“: Frá tökum Metropolis, 1926

Hér fyrir ofan fær þýska leikkonan Brigitte Helm sér hressingu við tökur á Metropolis. Þarna er hún í búningi Maschinenmensch, vélmennis í meistarastykki Fritz Lang sem fjallar um dystópíu í framtíðinni.

Metropolis, sem frumsýnd var árið 1927, var ein dýrasta kvikmynd þögla tímans. Hún var ennfremur ein allra fyrsta vísindaskáldsögukvikmyndin í fullri lengd og lagði grunninn fyrir óteljandi myndir á því… [Lesa meira]