Draumkenndar rúmfræðimyndir Lorenz Stöer, 1567

Lorenz Stöer var teiknari sem bjó í Nürnberg á 16. öld. Hann skildi eftir sig merkilega kennslubók sem út kom um 1567. ‘Geometria et Perspectiva’ inniheldur 11 tréskurðarmyndir sem ætlaðar voru sem sýnidæmi fyrir listamenn sem stunduðu skreytingar á byggingum og húsgögnum. Teikningarnar eru undarlega nútímalegar og sýna draumkenndar senur þar sem rúmfræðileg form birtast innan um rústir fornra bygginga.

Frekari upplýsingar… [Lesa meira]

Lísa í Undralandi með myndskreytingum Tove Jansson

Árið 1959 myndskreytti Tove Jansson sænska útgáfu Lísu í Undralandi.

Hinn finnski höfundur Múmínálfanna var auðvitað fjölhæfur snillingur sem samdi ekki einungis hinar stórkostlegu bækur um Múmíndalinn, heldur myndskreytti fjölda annarra bóka. Eins og Lemúrinn hefur áður sagt frá myndskreytti hún sænsku útgáfu Hobbitans eftir J.R.R. Tolkien árið 1962.

Myndirnar sem við sjáum hér eru ekki af síðri endanum frekar… [Lesa meira]

Felix Dzerzinskíj

Illmennið Felix Dzerzinskíj (1877–1926), stofnandi Cheka, fyrstu „ríkisöryggissveitar“ Bolsévika í Rússlandi eftir byltingu. Dzerzinskíj barði niður andóf gegn kommúnistastjórninni af mikilli hörku og leiddi aðgerðir við að þurrka út… [Lesa meira]

Leonard Bernstein og ósvaraða spurningin

Leonard Bernstein átti farsælan feril sem tónskáld og hljómsveitarstjóri á tuttugustu öldinni. Hans þekktasta tónverk er án efa tónlistin í West Side Story.

En Bernstein var einnig frábær í að miðla þekkingu sinni á tónlist á einstaklega aðgengilegan og smitandi hátt, hvort sem það var til byrjenda eða lengra kominna.

Á sjöunda áratug síðustu aldar hjálpaði hann til að mynda… [Lesa meira]

Proust-prófið: Einar Falur Ingólfsson

Einar Falur Ingólfsson er ljósmyndari, menningarritstjóri, rithöfundur og kennari fæddur árið 1966. Hann er búsettur í Reykjavík en ólst upp í Keflavík og gekk í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Einar fór snemma að fást við ljósmyndun og var kominn í öflugt lið ljósmyndara Morgunblaðsins um miðjan 9. áratug síðustu aldar. Meðfram störfum sínum sem fréttaljósmyndari lauk Einar BA-prófi í bókmenntafræði við Háskóla… [Lesa meira]

Proust-prófið: Anna Margrét Björnsson

Anna Margrét Björnsson er menningarblaðakona, rithöfundur og tónlistarkona, fædd árið 1972 í Stokkhólmi. Hún varði fyrstu árum sínum í sænsku höfuðborginni en ólst einnig upp í Lundúnum, Bonn og í Reykjavík. Anna stundaði háskólanám við University College í Lundúnum en þaðan lauk hún prófi í enskum bókmenntum. Hún hefur starfað sem blaðakona í rúma tvo áratugi, meðal annars hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu… [Lesa meira]