Felix Dzerzinskíj

Illmennið Felix Dzerzinskíj (1877–1926), stofnandi Cheka, fyrstu „ríkisöryggissveitar“ Bolsévika í Rússlandi eftir byltingu. Dzerzinskíj barði niður andóf gegn kommúnistastjórninni af mikilli hörku og leiddi aðgerðir við að þurrka út… [Lesa meira]

Leonard Bernstein og ósvaraða spurningin

Leonard Bernstein átti farsælan feril sem tónskáld og hljómsveitarstjóri á tuttugustu öldinni. Hans þekktasta tónverk er án efa tónlistin í West Side Story.

En Bernstein var einnig frábær í að miðla þekkingu sinni á tónlist á einstaklega aðgengilegan og smitandi hátt, hvort sem það var til byrjenda eða lengra kominna.

Á sjöunda áratug síðustu aldar hjálpaði hann til að mynda… [Lesa meira]

Proust-prófið: Einar Falur Ingólfsson

Einar Falur Ingólfsson er ljósmyndari, menningarritstjóri, rithöfundur og kennari fæddur árið 1966. Hann er búsettur í Reykjavík en ólst upp í Keflavík og gekk í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Einar fór snemma að fást við ljósmyndun og var kominn í öflugt lið ljósmyndara Morgunblaðsins um miðjan 9. áratug síðustu aldar. Meðfram störfum sínum sem fréttaljósmyndari lauk Einar BA-prófi í bókmenntafræði við Háskóla… [Lesa meira]

Proust-prófið: Anna Margrét Björnsson

Anna Margrét Björnsson er menningarblaðakona, rithöfundur og tónlistarkona, fædd árið 1972 í Stokkhólmi. Hún varði fyrstu árum sínum í sænsku höfuðborginni en ólst einnig upp í Lundúnum, Bonn og í Reykjavík. Anna stundaði háskólanám við University College í Lundúnum en þaðan lauk hún prófi í enskum bókmenntum. Hún hefur starfað sem blaðakona í rúma tvo áratugi, meðal annars hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu… [Lesa meira]

Proust-prófið: Halldór Armand

Halldór Armand Ásgeirsson er rithöfundur og pistlahöfundur sem er allajafna búsettur í Berlín, höfuðborg Þýskalands. Hann er fæddur árið 1986, gekk í MH og fór í lögfræði í Háskóla Íslands að stúdentsprófi loknu. Á námsárunum starfaði hann sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og skrifaði þá einnig leikritið Vakt sem var sýnt í leikhúsinu Norðurpólnum árið 2010. 

Halldór hefur skrifað nóvellurnar Vince Vaughn… [Lesa meira]

Vin Mariani: „heilsuvínið“ sem var eftirlæti Páfagarðs

Á síðari hluta 19. aldar var neysla á ópíum og ópíumskyldum efnum nokkuð útbreidd meðal efri stétta í Vestur-Evrópu. Voru þau jafnan markaðssett sem verkjalyf, eða jafnvel til að róa tannverki barna þegar þau voru að fá fullorðinstennur. Um svipað leyti fór annað efni að njóta almennrar viðurkenningar, fyrst sem íblöndunarefni í heilsudrykki.

… [Lesa meira]