Leonard Bernstein átti farsælan feril sem tónskáld og hljómsveitarstjóri á tuttugustu öldinni. Hans þekktasta tónverk er án efa tónlistin í West Side Story.

En Bernstein var einnig frábær í að miðla þekkingu sinni á tónlist á einstaklega aðgengilegan og smitandi hátt, hvort sem það var til byrjenda eða lengra kominna.

Á sjöunda áratug síðustu aldar hjálpaði hann til að mynda skólabörnum við að skilja leyndardóma klassískrar tónlistar í tónleika/fyrirlestraröðinni Tónleikar unga fólksins (e. Young People’s Concerts):

Vídjó

Árið 1973 hélt hann svo fyrirlestraröð fyrir „lengra komna“ sem báru yfirskriftina Ósvaraða spurningin (e. The Unanswered Question) á vegum Harvard háskólans.

Í þeim reyndi hann að skilja sjálfur, og jafnframt miðla þeim skilningi áfram til nemenda sinna, hvað tónlist væri í raun og veru, hvaðan hún kæmi og hvernig hún byggðist upp.

Þar notaðist hann við ýmsar áhugaverðar aðferðir, meðal annars hugmyndir Noam Chomsky um málvísindi sem þá voru tiltölulega nýjar af nálinni:

Vídjó

Leonard Bernstein lést árið 1990, 72 ára.

Bernstein á góðri stundu.