Spænsk-franski tónlistarmaðurinn Manu Chao kom fram í heimildarmynd Emirs Kusturica um knattspyrnugoðið argentínska Diego Armando Maradona þar sem hann söng lag um kappann. Lagið heitir „La Vida… [Lesa meira]
Látnir forsetar í búningum: Teiknað á peningaseðlana í Argentínu
Í Argentínu hefur skemmtileg listgrein notið vinsælda upp á síðkastið. Andlitum á seðlum er breytt í aðrar frægar manneskjur. Dauður forseti breytist skyndilega í Walter White, aðalpersónu Breaking Bad, eða Osama Bin Laden. Vinsæl Facebook-síða heldur utan um… [Lesa meira]
Eitursvalir gítarhljómar í Amasón: Frumskógarrokktónar frá Perú
Í Perú leynast ótrúlega skemmtilegar hljómsveitir og kraftmikil tónlistarsena. Á sjöunda og áttunda áratugnum varð til mögnuð tónlist í Amasónhluta landsins: Chicha. Þetta eru nokkurs konar brimbrettatónar úr frumskóginum.
Rokktónlistarsprengingin á sjötta og sjöunda áratugnum hafði ekki einungis áhrif á tónlist á Vesturlöndum. Hún flæddi líka um fjarlæg lönd á borð við Indónesíu, Namibíu og Perú.
El Boss og Victor Jara: Bruce Springsteen syngur lag chileskrar hetju
Og stjórinn Bruce Springsteen lét ekki sitt eftir liggja í september sem leið, en þá voru 40 ár liðin frá valdaráninu, eins… [Lesa meira]
Skemmtileg nöfn á börnin: Hitler Jesús Kristur Mozart Jónsson
Nýlega komst hinn singapúrski Batman bin Suparman í fréttir en hann var dæmdur í fangelsi fyrir þjófnað og dópneyslu. En hann hafði áður hlotið frægð þegar ljósmynd af skilríkjum hans gekk eins og eldur í sinu um netheima. Nafngiftir gerast með ýmsum hætti í heiminum og sinn er siðurinn í hverju landi.
Í löndum Rómönsku Ameríku eru foreldrar oft mjög sköpunarglaðir… [Lesa meira]
Fordlândia: Gúmmíborg Henry Ford í frumskógum Amasón
Fordlândia heitir draugabær í frumskógum Amasón í Brasilíu. Iðnjöfurinn Henry Ford reisti borgina á millistríðsárunum. Hann reyndi beisla frumskóginn og rækta gúmmítré. Ford þurfti gúmmí til að framleiða hjólbarða. Vinnumenn strituðu árum saman í myrkviðum frumskógarins án nokkurs árangurs. Og áætlanir Ford enduðu með ósköpum.
Í Amasón eru stærstu og mestu regnskógar heimsins. Hvergi eru fleiri plöntu- og dýrategundir samankomnar á… [Lesa meira]
„Speglamaðurinn“: Heimildarmynd um argentínska rithöfundinn Borges
Argentínski rithöfundurinn Jorge Luis Borges var þekktur fyrir ferðalög sín um ímyndaða heima. Hann ferðaðist jafnt um tíma og rúm og kom meðal annars við á Íslandi í skáldskap sínum.
Hann var fæddur í Buenos Aires árið 1899 og lést árið 1986.
Hér fyrir ofan er heimildarmynd um líf hans, sem gerð var árið 1999.
GUÐBERGUR UM… [Lesa meira]
„Augu aldarinnar“: Buenos Aires með augum meistarans Horacio Coppola
Hvaða borg er þetta? Á sumum myndum minnir hún á Gotham, borg Batman, á öðrum á París. Ljósmyndarinn Horacio Coppola tók myndirnar sem við sjáum hér í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, árið 1936. Þær þykja í dag einar merkustu perlur argentínskrar ljósmyndasögu.
Horacio Coppola fæddist árið 1906 í Buenos Aires. Hann var sonur ítalskra innflytjenda. Á unglingsárunum fiktaði hann við myndavélar… [Lesa meira]
Rokk í Argentínu á dögum herforingjastjórnarinnar: „Risaeðlurnar munu hverfa“
Charly Garcia er einn þekktasti tónlistarmaðurinn í Argentínu. Hann er rúmlega sextugur og á áratugalangan feril að baki sem ein helsta stjarnan þar í landi. Hann var tiltölulega nýkominn á sjónarsviðið hinn 24. mars 1976 þegar herforingjastjórn rændi völdum í Argentínu.
Jorge Rafael Videla leiddi þessa ógnarstjórn sem átti eftir að koma um 30… [Lesa meira]
Féll úr þriggja kílómetra hæð og vaknaði í frumskóginum
Hin þýska Juliane Köpcke var um borð í flugi 508 hjá perúska flugfélaginu LANSA árið 1971. Eldingu laust niður í flugvélina á flugi yfir frumskógum Perú og brotnaði í sundur í mikilli hæð áður en brot hennar skullu til jarðar.
Af 92 farþegum og áhafnarmeðlimum vélarinnar lifði hin 17 ára Juliane slysið ein af. Hún… [Lesa meira]
Maðurinn sem byggði heila borg og ljóðið um bogana
Brasilíski arkitektinn Oscar Niemeyer er látinn 104 ára. Eins og fram kom á Lemúrnum var hann aðalarkitekt Brasilíuborgar, nýrrar höfuðborgar Brasilíu sem byggð var á hásléttu á sjötta áratugnum.
Niemeyer var þekktur fyrir mjúkar línur og boga í hönnun sinni. Í sjálfsævisögu sinni Bogar tímans gerði hann grein fyrir ást sinni á bogum og sveigðum línum í ljóði:
LJÓÐIÐ UM BOGANN
Hvorki… [Lesa meira]
„Eins og úr skáldsögu“: Magnaðar ljósmyndir frá Argentínu og Chile
Hér sjáum við magnaðar ljósmyndir frá tveimur löndum Suður-Ameríku sem serbneski ljósmyndarinn Mirjana Marinkovic tók á ferðalögum sínum. Myndirnar fanga margbreytileika landanna. Lemúrinn ræddi við Mirjönu.
„Ég er serbnesk en ég flutti fyrir nokkrum mánuðum til Sevilla á Spáni til að læra að dansa flamenco.
Ég hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun sem stingur í stúf við þá staðreynd að það… [Lesa meira]