Dularfullir úlfar á Falklandseyjum

Falklandseyjaúlfurinn var eina landspendýrið sem lifði á Falklandseyjum þegar menn komu þangað fyrst. Síðasti úlfurinn af tegundinni drapst árið 1876, og er eina dýrategundin af hundaætt sem dáið hefur út á sögulegum tímum.

 

Breski skipstjórinn John Strong sá dýrið fyrstur manna svo vitað sé árið 1692. Skipstjórinn tók einn úlf upp í skipið, en hann skelfdist á leiðinni til Evrópu þegar skotið… [Lesa meira]

Mexíkóskir indíánar hlaupa meira en 100 kílómetra á dag

Vídjó

Indíánaþjóðin Tarahumara býr í kringum Kopargljúfur í Sierra Madre fjallgarðinum í Mexíkó. Karlmenn þessarar þjóðar kallast raramuri, en orðið merkir „fótfráir hlauparar“ á máli hennar.

 

Eftir komu Spánverja til Mexíkó dreifðust byggðir indíánanna mjög víða um fjöll og hásléttur. Flóttinn til fjallanna leiddi til þess að fólkið þurfti að ferðast langar leiðir á milli þorpa.… [Lesa meira]

Trotskíj í Mexíkó

Vídjó

León Trotskíj blandaðist inn í sögu Rómönsku Ameríku þegar hann steig á land í Mexíkó árið 1937 og fékk þar pólitískt hæli.

 

Hér fyrir ofan sjáum við hann halda ræðu fyrir framan mexíkóska kvikmyndavél um sýndarréttarhöldin sem haldin voru yfir honum í Moskvu. Upptakan hefur heimilislegan blæ. Byltingarforinginn útlægi var einn áhrifamesti stjórnmálamaður tuttugustu aldarinnar en… [Lesa meira]

Carlos Fuentes um dauðann og heimalandið Mexíkó

Vídjó

Mexíkóski rithöfundurinn Carlos Fuentes er látinn, 83 ára að aldri. Hann var einn þekktasti rithöfundur Rómönsku Ameríku, afkastamikill skáldsagna- og leikritahöfundur.

 

Hann sagði eitt sinn að rithöfundar þyrftu að hræðast dauðann til að skrifa almennilega.

 

„Þegar hálf ævin er að baki þá verður maður að sjá glitta í dauðann til að byrja að skrifa fyrir alvöru.… [Lesa meira]

Þegar vot gröf þorpsins þurrkaðist upp

Þorpið Potosí stóð í hinni hálendu Tachira-sýslu í vesturhluta Venesúela í tvö hundruð ár. Árið 1984 voru allir íbúar þess fluttir í burtu þegar þorpinu og nærsveitum þess var drekkt þegar uppistöðulón myndaðist vegna Uribante Caparo-stíflunnar sem byggð var það ár. Potosí-búar höfðu mótmælt því harðlega að þorpinu þeirra yrði eytt, en þeir voru á endanum þvingaðir til þess en… [Lesa meira]

Pedro II, keisarinn af Brasilíu, í Egyptalandi

Á þessari mynd frá 1871 sjáum við keisarann af Brasilíu, Pedro II., slaka á með fríðu föruneyti við pýramídana miklu í Egyptalandi.

 

Keisarinn?

 

Já, Brasilía var keisaradæmi á nítjándu öld, eftir að hafa hlotið sjálfstæði frá Portúgölum árið 1822 og þar til lýðræði var komið á árið 1889. Tveir keisarar ríktu á þeim tíma, fyrst Pedro I. og síðar sonur hans Pedro… [Lesa meira]

Síðustu orð Borgesar: Hvert er hlutverk listarinnar?

„Hlutverk listarinnar er að breyta veruleikanum í eitthvað sem getur lifað áfram í minningu manna.“

 

Argentínumaðurinn Jorge Luis Borges (1899-1986) var einn af risum suðuramerískra bókmennta á tuttugustu öld.

 

 

Í þessu stutta myndskeiði, sem tekið var á ævikvöldi rithöfundarins, talar Borges um hlutverk listarinnar og bókmenntanna – það sem hann lærði á langri starfsævi sem skáld.

 

… [Lesa meira]

HM í Úrúgvæ og Argentínu árið 2030?

Í myrkum kastala alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA í Sviss spinna örlaganornirnar Sepp Blatter og lærisveinar hans hinn mikla örlagavef er ræður framtíð hinnar goðsögulegu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu.

 

Nú berast óljósar fregnir frá mönnum sem segjast hafa komist inn í kastalann og séð þar í dimmum sölum glitta í örlagavefinn og seiðpotta nornanna hjá FIFA.

 

Fyrst sáu þeir það sem allir vita nú þegar. Næsta… [Lesa meira]

Bláu englarnir frá Mexíkó

Vídjó

 

Cumbia er rómönsk-amerísk tónlistarstefna er varð til á Karíbahafsströnd Kólumbíu við tónlistarlegan og menningarlegan samruna indíána og svartra þræla á nýlendutímanum.

 

Cumbia breiddist um alla Suður- og Mið-Ameríku og hefur þróast í ólíkar áttir í ólíkum löndum.

 

Í dag leikur Radíó Lemúr tónlist eftir mexíkósku cumbiuhljómsveitina Los Angeles Azules (Bláu englana), sem var afar vinsæl (og fjölskipuð) á sínum… [Lesa meira]

Systir Nietzsches stofnaði aríanýlendu í Paragvæ

Í litlu sveitaþorpi í Paragvæ bera sumar göturnar þýsk nöfn. Sveitin ber nafnið Nueva Germania, (ísl. Nýja-Germanía) en íbúarnir eru afkomendur þýskra bænda sem fluttu til staðarins seint á nítjándu öld með hjónunum Bernhard Förster og Elisabeth Nietzsche en hún var systir heimspekingsins Friedrichs Nietzsche. Draumur skötuhjúanna var að skapa hreinræktaða aríanýlendu. Þær áætlanir enduðu með ósköpum.

 

Elisabeth Nietzsche var afar… [Lesa meira]

Á mexíkóskum markaði við lok nítjándu aldar

Hér sjáum við hatta af ýmsum stærðum og gerðum á markaði í San Marcos í Mexíkó árið 1891. Myndina tók William Henry… [Lesa meira]

Móderníska höfuðborgin sem reis á hásléttunni á tæpum fjórum árum

Brasilíumaðurinn Oscar Niemeyer, einn áhrifamesti arkitekt tuttugustu aldarinnar, lést árið 2012, 104 ára að aldri. Hann varð heimsfrægur fyrir byggingar sem hann hannaði fyrir nýja höfuðborg Brasilíu.

 

Höfuðborg Brasilíu, sem heitir einfaldlega Brasília á portúgölsku, er ólík flestum höfuðborgum heimsins því hún var byggð frá grunni á tuttugustu öld.

 

Juscelino Kubitschek forseti fyrirskipaði byggingu hennar á sjötta áratugnum. Forsetinn vísaði í ákvæði í… [Lesa meira]