Vídjó

Súrrealistinn Salvador Dalí mætir í skemmtiþátt bandaríska sjónvarpsmannsins Dick Cavett árið 1970, með mauraætu í ól. Vonum að dýrið hafi ekki þurft að þvælast mikið með katalónska málaranum. Dalí ræðir meðal annars um gullinsnið.

 

Þáttur Cavetts var einn helsti vettvangur menningar og skoðanaskipta í sjónvarpi vestanhafs á áttunda áratugnum. Lemúrinn hefur áður birt viðtöl við Ingmar Bergman og Bobby Fischer úr þættinum og hægt er að gleyma sér á YouTube við að horfa á fleiri.