Vídjó

Sænski kvikmyndaleikstjórinn Ingmar Bergman (1918-2007) mætti árið 1971 í viðtal hjá Dick Cavett sem stjórnaði vinsælum þætti á áttunda áratugnum. Cavett ferðaðist til Svíþjóðar fyrir viðtalið.

 

Bergman fer yfir víðan völl og ræðir um barnæsku sína af hispursleysi og um lífið í Svíþjóð á uppvaxtarárunum. Hann segir til dæmis frá valdapíramídanum sænska: „Guð var á toppnum, svo konungurinn, þá faðirinn, nokkrum þrepum neðar var svo móðirin, þá skólinn og kennarinn og svo eldri bróðirinn.“

 

Hann segir líka frá fyrstu bíómyndinni sem hann sá, sem hann telur að hafi verið Fagri blakkur, einhvern tíma um 1924. Bergman talar líka um aga og vinnubrögð við upptökur á kvikmyndum. Hann segist hræddur við eiturlyf og lýsir yfir áhuga á að leikstýra leikverki í Bandaríkjunum. En hann segist hins vegar ekki deila hinni bandarísku sýn á leiklistina að leikarar verði stjörnur. Þeir séu listamenn af holdi og blóði.

 

Einnig er rætt við leikkonuna Bibi Andersson sem lék í fjölmörgum kvikmyndum Bergmans.

 

Vídjó

Annar hluti af sex.

 

Vídjó

Þriðji hluti af sex.

Vídjó

Fjórði hluti af sex.

Vídjó

Fimmti hluti af sex.

Vídjó

Sjötti hluti af sex.