Heimildarmyndin Rafmögnuð Reykjavík rekur sögu raf- og danstónlistar á Íslandi.
Raftónlist er ekki lengur jaðarfyrirbæri í dag og er spiluð á vinsælustu skemmtistöðum Reykjavíkur. En fyrir þrjátíu árum var slík tónlist nokkurs konar neðanjarðarstarfsemi sem breiddist hratt út á meðal ungs fólks á meðan eldri kynslóðir klóruðu sér í kollinum.
Í þessari mynd frá 2008, sem Arnar Jónasson leikstýrði, eru viðtöl við tónlistarmenn og gamlar klippur sem sýna eitt og annað fróðlegt frá árunum í kringum 1990, þegar danstónlistarbylgjan hófst. Horfið á myndina í fullri lengd hér!