Vídjó

Synth Britannia er skemmtileg heimildarmynd um tilkomu rafrænnar tónlistar og áhrif hennar á breska poppmúsík.

Bresk ungmenni upplifðu sig undir lok áttunda áratugarins sem þegna í framtíðarríki á borð við það sem birtist í kvikmyndinni Clockwork Orange. Þau fóru að nota framtíðartól á borð við hljóðgervla til að skapa tónlistina sem passaði við umheiminn þeirra: Brútalísk háhýsi í breskum úthverfum og hraðbrautir. Skáldsögur J.G. Ballard höfðu líka áhrif.

Þegar tónlist Kraftwerk skall á ströndum Stóra-Bretlands small eitthvað og til varð ný tónlistarstefna, synthpoppið.

Leikstjóri er Ben Whalley, sá sami og gerði hina frábæru heimildarmynd um krautrokkið sem Lemúrinn hefur fjallað um.

Einn helsti smellur svuntuþeysarapoppsins var án efa Are „Friends“ Electric? með sveitinni Tubeway Army sem Gary Numan leiddi:

Vídjó

Hér er svo tónlist úr myndinni: