Það var seint að kvöldi, að vetri til, einhvern tímann á fyrstu árum nýrrar aldar, að maður kom á Aðalvídeoleiguna á Klapparstíg í Reykjavík.

Hann hét Lárus Björn Svavarsson, betur þekktur sem Lalli Johns.

Hann var í leit að spólu. Myndinni um hann sjálfan.

Vídjó

Heimildarmynd Þorfinns Guðnasonar, Lalli Johns, frá 2001, skyggnist inn í lífið í undirheimum borgarinnar. Hún hlaut rífandi viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda. Hér er viðtal við Þorfinn um myndina.

Toffi, eins og hann var kallaður, lést fyrir aldur fram árið 2015. Hann gerði ógleymanlegar heimildarmyndir á borð við Hagamús, Grand Rokk og Hestasögu.

Lalli Johns endist vel og gefur okkur nú, tveimur áratugum síðar, innsýn í horfna veröld Reykjavíkur. Miðbærinn var töluvert hrjúfari. Við sjáum löngu lokaðar búllur eins og Keisarann, Kaffi Austurstræti og Hafnarkrána. Þetta er fyrir daga Michelin-stjarna og lúxushótela.

Lalli kom við á fleiri leigum.