Árið 1893 birtist skemmtileg grein í breska tímaritinu The Strand eftir W. Cade Gall nokkurn. Í greininni setur höfundurinn fram nokkuð einkennilegar hugmyndir um tísku framtíðarinnar. Hann ímyndar sér að bók frá árinu 1993 hafi á ótrúlegan hátt fundist í bókasafni. Bókin sýnir myndir af klæðnaði fólks í gegnum tuttugustu öldina. Ekki liggur almennilega fyrir hvernig bók þessi, The Past Dictates of Fashion, ferðaðist 100 ár aftur í tímann, en Gall er ekkert að flækja málið með bollaleggingum um það.
Hlægilega ósannspár
Hann skrifar að tíska í framtíðinni sé flókin vísindagrein sem sé stunduð af miklu kappi í háskólum, enda sé henni stjórnað af alheimslögmálum líkt og stjörnufræði. Það er líklega eini spádómurinn sem rætist. Enda er fatahönnun háskólagrein í dag. Gall var öðru leyti gjörsamlega ósannspár um tísku tuttugustu aldar eins og við sjáum á þessum myndum. Þessi klæði minna helst á miðaldatísku eða búninga í ævintýrakvikmyndum.
Í aðalatriðum þróast tískan, samkvæmt þessari framtíðarspá, geysilega stutt frá tískunni 1893. Tekið skal fram að spádómur Gall var eflaust bara grín og gaman. En greinin sýnir enn og aftur að það er ómögulegt að spá í framtíðina, kannski fyrst og fremst vegna þess að við hugsum ávallt með augum samtímans sem við lifum í.