Þrátt fyrir að við Vesturlandabúar eigum enn langt í land með að ná nokkurs konar kynjajafnrétti eða kynjajafnvægi getur verið gaman að sjá hve miklu hefur þó verið áorkað. Franska vefsíðan La boite verte (Græni kassinn) tókst að grafa upp póstkort… eða öllu heldur „býttimyndir“ frá árinu 1902 sem sýna konur í gersamlega „óhugsandi“ störfum. Myndaserían ber nafnið Les Femmes de l’Avenir, eða Konur framtíðarinnar.

 

Greinilegt er að myndunum var ætlað að gleðja augu karlmanna, sem hafa eflaust hlegið dátt yfir þessari fáránlegu tilhugsun – að nokkur kona gæti sinnt þeim störfum sem konur framtíðarinnar sinna á myndunum. Það er samt eitthvað við myndirnar, annað en hinn augljósi kynþokki, sem heillar. Einhvers konar viska, eða þekking, sem konurnar á myndunum búa yfir… eins og þær viti mætavel að auðvitað geta konur sinnt öllum þessum störfum eins og hver annar/önnur.

 

 

kona_bladamadur

Blaðakona.

 

kona_borgarfulltrui

Þingkona. Takið eftir rauðvínsglasinu. Næs!

 

kona_borgarstjori

Borgarstjóri.

 

kona_hershofdingi

Hershöfðingi.

 

kona_knapi

Knapi.

 

kona_laeknir

Læknir.

 

kona_logfraedingur

Lögfræðingur.

 

kona_logga

Lögreglukona.

 

kona_malari

Málari.

 

kona_nemi

Nemandi.

 

kona_sjomadur

Sjómaður. Sjókona?

 

kona_slokkvilidskona

Slökkviliðskona.

 

kona_trommari

Trommari.

 

Vopnasérfræðingur.

Skylmingameistari.

 

kona_undirforingi

Undirliðsforingi.