Veitingastaðurinn Halti haninn bauð upp á pizzur á 8. áratug síðustu aldar. Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu sem birtist í Tímanum þann 6. maí árið 1973 en þar fullyrðir Halti haninn að hann sé sá eini sem býður upp á pizzur á Íslandi. Til að ekkert fari milli mála er að finna nákvæma lýsingu á réttinum, en hann mun ennþá hafa þótt nokkuð framandi á þessum tímamótum þegar íslenska hljómsveitin Trúbrot var að leggja upp laupana. Athyglisvert er einnig að orðið „pizza“ er ekki fallbeygt í auglýsingunni, en nánar að því síðar.

 

 

 

Halti haninn var staðsettur við Laugaveg 178, en mörgum er enn í fersku minni þegar Sjónvarpið starfaði í næsta húsi (1987-2000).

 

Hér má síðan hlusta á Trúbrot flytja eina af sínum huggulegu dægurlagaperlum.

 

Vídjó