Mondrian-kakan: fullkominn samruni matreiðslu og myndlistar

Bandaríski bakarameistarinn Caitlin Freeman er snillingur. Hún starfar á kaffihúsinu Blue Bottle Café sem er staðsett í MoMA (Museum of Modern Art) í San Francisco og finnst það einstaklega gaman.

 

Freeman hefur nefnilega tekist að færa sér vinnuumhverfi sitt í nyt, með því að sameina áhuga sinn og ástríðu fyrir bæði 20. aldar myndlist og matreiðslu. Í fyrra gaf hún út… [Lesa meira]

Chili-Klaus: Daninn sem gerir grín að sársaukamörkum munnsins

Claus Pilgaard er orðinn að költ-hetju í Danmörku. Hann hefur starfað sem tónlistarmaður og skemmtikrafur um árabil en fyrri störf hans hafa minnst með nýtilkomnar vinsældir að gera.

 

Claus er nefnilega chili-fíkill.   Í byrjun ágústmánaðar 2013 prófaði hann að setja myndskeið af sjálfum sér á veraldarvefinn, þar sem hann gerði sér lítið fyrir og borðaði heilan habanero-pipar. Myndskeiðið má sjá hér:

 

… [Lesa meira]

Blixa Bargeld eldar risotto

Blixa Bargeld er þýskur listamaður, leikari og tónlistarmaður sem er líklega þekktastur sem fyrrum gítarleikari hljómsveitarinnar Bad Seeds, hljómsveitar Nicks Cave, og sem leiðtogi framúrstefnuhljómsveitarinnar Einstürzende Neubauten.

 

Hingað til hefur hann tæplega verið þekktur sem matreiðslumeistari, en ef til vill mætti bæta þeim titli á ferilskrá þessa vægast sagt dularfulla manns.

 

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Bargeld matreiða smokkfisks-risotto með… [Lesa meira]

Toblerone: svissneska súkkulaðið með björn í merki sínu

Svissneska súkkulaðið Toblerone á sér fjölmarga aðdáendur á Íslandi og víðar. Það voru þeir Theodor Tobler og Emil Baumann sem fullkomnuðu uppskriftina að þessu gómsæta hunangs-núggat-möndlu-súkkulaði árið 1908.

 

Toblerone hefur frá upphafi haft sína sérstöku lögun, hver moli – eftir að hann hefur verið brotinn frá bræðrum sínum – á helst að líkjast Matterhorn-fjallinu (ít. Monte Cervino), í vesturhluta Alpafjalla á… [Lesa meira]

Maís í öllum regnbogans litum

Á Íslandi er maís tiltölulega vinsæl matvara, hvort heldur á stönglinum sjálfum eða niðursoðinn í dós. Maís sem fæst á Íslandi er yfirleitt gulur, og eru margir sem kalla maís jafnvel „gular baunir.“  Skiljanlega.

 

Það er hins vegar rétt að halda því til haga, og meira að segja dálítið fyndið, að maís er til í öllum regnbogans litum. Blár maís er… [Lesa meira]

Ungur Andy Warhol gerði stórkostlega matreiðslubók árið 1959

Um vorið 1959 hafði Andrew Warhol búið í New York í áratug. Hann var tiltölulega óþekktur sem myndlistarmaður og vann fyrir sér við að myndskreyta barnabækur fyrir bókaútgefandann Doubleday (já, hinn sama og Elaine Benes vann fyrir).

 

Warhol hélt þó stöku myndlistasýningar og oftar en ekki á sínum uppáhalds „veitingastað“ –  ísbúðinni Serendipity. Á einni slíkri sýningu kynntist hann innanhússhönnuðinum og… [Lesa meira]

Sierra Nevada og hvernig Jimmy Carter bjargaði bjórnum í Bandaríkjunum

Þrátt fyrir að jarðhnetubóndinn Jimmy Carter hafi ekki verið sérstaklega vinsæll sem forseti Bandaríkjanna  á meðan hann gegndi embættinu, hefur sagan leitt í ljós að hann er líklega einn sá skásti sem hefur setið í Hvíta húsinu.

 

Lemúrinn hefur til að mynda fjallað um áhuga Carters á sjálfbærri orkunýtingu. Síðan hann lét af embætti hefur hann verið óhræddur að ferðast… [Lesa meira]

Besta slagorð auglýsingasögunnar frá mesta drykkjumanni Írlands

Þeir sem hafa flett erlendum tímaritum eða horft á erlendar sjónvarpsstöðvar hafa áreiðanlega rekist á auglýsingar frá írska bjórframleiðandanum Guinness. Auglýsingar fyrirtækisins eiga til að verða eftirminnilegar, þá ekki síst slagorð Guinness. Mörg þeirra eftirminnilegustu má rekja til fjórða og fimmta áratugar síðustu aldar og var það enska auglýsingastofan S. H. Benson sem á heiðurinn af þeim.

 

Meðal þekktra slagorða má… [Lesa meira]

Faðir döner kebap er látinn

Kadir Nurman, sem gekk lengi vel undir gælunafninu „Papa des Döners“ er látinn, 80 ára að aldri. Líklega eru ekki margir sem kannast við nafn Nurmans, en þrátt fyrir það má fullyrða að hann hafi verið einn áhrifamesti einstaklingur sinnar kynslóðar. Eins og gælunafnið gefur til kynna var Nurman talinn vera höfundur réttarins döner kebap, sem er umdeilanlega vinsælasti skyndibiti… [Lesa meira]

Kaffi breytti gangi sögunnar

Margir myndu eflaust telja að það hafi verið áherslan á vísindi og raunhyggju á tímum upplýsingaraldar sem hafi verið ástæðan fyrir stórum skrefum vestræns samfélags í átt til almennrar velmegunar. Þau áhrif má auðvitað ekki vanmeta. Gallinn var hins vegar sá að allt til loka 17. aldar var enginn í ástandi til að tileinka sér vísindaleg vinnubrögð… því það hugsaði… [Lesa meira]

Sumac: rauða kryddið sem enginn þekkir

Þeir sem eru á annað borð nógu „hugrakkir“ til að borða á veitingastöðum sem sérhæfa sig í norður-afrískri eða miðausturlenskri matargerð kannast eflaust við að fá rétti sína alla útataða í rauðu kryddi. Salat, hummus, kebap. Allt saman með rauðleitu skýi. Halda margir að hér sé um papriku-eða chiliduft að ræða, en svo er ekki. Hérna er á ferðinni kryddið… [Lesa meira]

Helsta hetja Berlínar: konan sem fann upp Currywurst

Flestir sem hafa heimsótt Berlín, höfuðborg Þýskalands, kannast eflaust við réttinn Currywurst. Fyrir Berlínarbúa er rétturinn orðinn að órjúfanlegum hluta staðbundnar menningar borgarinnar, og gildir þá einu á hvaða aldursbili eða þjóðerni íbúarnir tilheyra. Það elska allir Currywurst, tja, nema þá kannski þeir sem geta ekki snætt réttinn af trúar-eða siðferðisástæðum (gyðingar, múslimar eða grænmetisætur sem dæmi).

 

Currywurst er fullkomið dæmi… [Lesa meira]