Piparmælikvarði Wilburs Scovilles

Hægt er að smella á myndina til að fá hana skýrari.

 

©Björn Teitsson, Guðmundur… [Lesa meira]

Tabasco-sósa: á allra vörum síðan árið 1868

Tabasco-sósa er ein lífseigasta vara sem um getur í matarmenningu vesturlandabúa. Þá er ekki aðeins átt við geymsluþol sósunnar (sem er reyndar svo gott sem endalaust) heldur einnig líftíma hins farsæla McIlhenny Company sem hefur séð heiminum fyrir þessari bragðmiklu sósu síðan 1868.

 

Edmund McIlhenny var bandarískur viðskiptamaður sem fór á hausinn um miðja 19. öldina.  Eftir að hafa farið á… [Lesa meira]

Vinsælasta sósa Rómarveldis var úr fiskinnyflum

Sósuheimurinn er magnaður. Allar þjóðir virðast bragðbæta mat sinn á einhvern hátt, bleyta eða smyrja með alls konar sósum. Maður getur vart ímyndað sér hve sósulitrófið er fjölbreytt og stórt!

 

Lægsti samnefnari sósuheimsins hlýtur að vera tómatsósan, eða það sem heitir ketchup upp á ensku. Tómatsósa er borðuð um allan heim. Það mætti halda að hún sé varanleg breyta í heimsmynd… [Lesa meira]

Alger fáviti með bestu matreiðsluþætti allra tíma

Skoski matreiðslumeistarinn Gordon Ramsay er ekki allra. Hann hefur að minnsta kosti unnið að því hörðum höndum um árabil að skapa ímynd af sjálfum sér sem algerum fávita. Sem er frekar fávitalegt.

 

Á Íslandi er hann sennilega þekktastur fyrir hræðilega þætti eins og Hell’s Kitchen eða Masterchef US, þáttaraðir sem ganga meira út á tilfinningalegt niðurbrot og niðurlægingu en matinn sjálfan… [Lesa meira]

Meyer-sítrónan. Blanda af sítrónu og mandarínu!

Matreiðslumenn vestanhafs halda vart vatni vegna nýjustu tískuafurðarinnar í bransanum, Meyer-sítrónunni. Þetta sérstaka eintak sitrus-ávaxta kemur upprunalega frá Kína, en bragð Meyer-sítrónunnar er talið vera einhvers staðar á milli venjulegrar sítrónu annars vegar og appelsínu eða mandarínu hins vegar. Í Kína er vinsælt að geyma Meyer-sítrónutré í heimahúsum, þar sem þau eru jafnan höfð til skrauts – en síður til… [Lesa meira]

Pad Thai, þjóðarréttur með pólitískan tilgang

Margir kannast við þjóðarrétt Tælendinga, Pad Thai. Hinn gómsæti réttur er fáanlegur um heim allan og nýtur sífellt aukinna vinsælda. Í stuttu máli er rétturinn búinn til úr Pho-núðlum, hvítlauk, chili, lauk, fiskisósu, tamarind-sósu, baunaspírum, vorlauk, muldum hnetum, eggjum og safa úr límónu – auk þess sem einhverju próteini er yfirleitt bætt við, hvort sem það kann að vera kjúklingur,… [Lesa meira]

Pönnukökudeginum fagnað á sprengidag

Það er misjafnt hvernig vestrænar menningarþjóðir fagna fyrir lönguföstu. Á Íslandi varð algengt að borða saltkjöt og baunir, en sú hefð teygir sig aftur til 19. aldar. Þá var loksins flutt inn til landsins nægilega mikið af salti til að slíka hefð mætti mynda, en áður fyrr var borðað hangikjöt á sprengidag.

 

Á stærstum hluta enska málsvæðisins, og þá helst á… [Lesa meira]

Jamie Oliver eldar þunnur eftir villt klúbbakvöld

Jamie Oliver er einn vinsælasti sjónvarpskokkur sögunnar. Hann sló í gegn á 10. áratug síðustu aldar, fyrst í þáttunum The Naked Chef. Bók með sama titli seldist síðan eins og heitar lummur og örlög Oliver voru ákveðin. Í dag á hann veitingahúsa-og viðskiptaveldi sem teygir anga sína allt frá Bretlandi til Austur-Asíu.

 

Vinsældir Oliver eru skiljanlegar. Ungur og myndarlegur, með persónutöfra… [Lesa meira]

Bless Nigella. Halló Rachel Khoo!

Mahlzeit hefur ekkert á móti Nigellu Lawson, enda er það ekki henni að kenna að faðir hennar hafi verið fjármálaráðherra í ríkisstjórn Margaret Thatcher. Vonandi verður Nigella bara á skjánum um ókomin ár.

 

Því ber hins vegar að fagna þegar nýir og ferskir þættir um matreiðslu líta dagsins ljós, ekki síst þegar þáttastjórnendurnir hafa unnið fyrir þeirri athygli sem þeir óneitanlega… [Lesa meira]

Huggulegar pönnsur með hækkandi sól

Mahlzeit fagnar vorinu og birtunni sem því fylgir. Erfiðustu svefnpurrkur sem voru framan af vetri með kinnar sínar límdar við koddann geta nú skyndilega sprottið fram úr bóli sínu eins og ekkert sé. Birtan gefur sumsé  nýslegnum, sem og reyndari morgunhönum meiri tíma á degi hverjum, sérstaklega á morgnana. Þið vitið væntanlega hvert ég er að fara með þetta.

 

Það er… [Lesa meira]

Ávaxtanámskeið í boði Cosmo Kramer

Vorið er komið og þá er viðeigandi að gæða sér á svalandi ávöxtum í langþráðu sólskininu… svona eins langt og það nær (lesist: það snjóar örugglega í næstu viku á Íslandi).

 

Góðir ávextir geta verið svo næst sem himneskir, sætir og safaríkir, en að sama skapi geta vonbrigðin verið ómæld þegar ólánið dynur yfir – ólánið sem fylgir því að velja… [Lesa meira]

Bourdain er mættur! Ný þáttaröð No Reservations er hafin

Loksins er komið að því. Bestu ferða-og matarþættir veraldar, No Reservations, eru komnir í loftið á ný. Áhugafólk um ferðalög sem og matarperrar um víða veröld fagna, og það gerir Mahlzeit svo sannarlega líka. Fyrsti þáttur 8. seríu af No Reservations fór í loftið síðastliðið mánudagskvöld, annan dag páska, en þættina má auðveldlega nálgast á youtube myndbandavefnum. Þeir sem eru… [Lesa meira]