Ljóshærður finnskur hermaður biður til drottins á þessari þjóðlegu áróðursmynd frá 1940. Vetrarstríðið milli Finnlands og Sovétríkjanna stóð þá sem hæst. Finnska ríkið rak á þessum tíma kröftuga áróðursherðferð gegn sovésku ógninni, eins og sjá má á eftirfarandi myndum.

Finnskur liðsforingi með finnska Suomi M31 hríðskotabyssu, en þær eru sagðar bestu hríðskotabyssurnar sem framleiddar voru á árum seinni heimsstyrjaldar.

Forseti lýðveldisins kallar alla Finna til herþjónustu, þar sem landið er komið í stríð við Sovétríkin.
Heimild: DigitalPhotoCollection: Propaganda Posters During World War II