Guð er ekki til!

„Guð er ekki til!“ – sovéskt áróðursveggspjald frá… [Lesa meira]

Áróðursmálaráðuneytið: Írsk karlmennska að veði

Írsk kona með riffil í hönd bendir í áttina að Belgíu í logum og spyr karlmann „Ætlar þú að fara, eða mun ég neyðast til þess?“ Áróðursmynd þessi birtist á opinberum stöðum í Írlandi skömmu eftir að fyrri heimsstyrjöldin braust út haustið 1914. Höfundur er ókunnur.

 

Írland allt heyrði á þessum tíma undir Stóra-Bretland. Rúmlega tvö hundruð þúsund Írar, bæði mótmælendur og kaþólskir, hlýddu kalli breska ríkisins og skráðu sig… [Lesa meira]

Hauskúpu-Reagan á veggmynd í þjóðarsafni Kirgistans

Hauskúpukúrekinn Ronald Reagan situr á kjarnorkuflugskeyti umvafinn bandaríska fánanum, líkt og T. J. Kong flugforingi í kvikmyndinni Dr. Strangelove. Kistuberar dauðans halda eldflauginni uppi á meðan sovésk alþýða mótmælir kjarnorkuvánni og ber boðskap friðar.

 

Lenín-safnið í Bishkek, þjóðarsafn Kirgistans.

Lenín-safnið í Bishkek, þjóðarsafn… [Lesa meira]

Óvinur mannkynsins

Rússnesk áróðursmynd frá 1915 sýnir Vilhjálm II Þýskalandskeisara sem djöful. Þetta var í fyrri heimsstyrjöldinni og Þjóðverjar og Rússar börðust í… [Lesa meira]

Nasista-swinghljómsveitin Charlie and his Orchestra

Í Þýskalandi nasismans var hin nýja swing- og djasstónlist litin hornauga af ráðamönnum og talin sérlega úrkynjuð þar sem hún átti upptök sín í menningu blökkufólks í Bandaríkjunum. Slík tónlist var kölluð Negermusik. Hún þótti alls ekki við hæfi „arískra“ Þjóðverja, og fékk litla spilun þar í landi eftir að nasistar komust til… [Lesa meira]

Kjarnorkustríð í kosningaauglýsingu Lyndons Johnsons

Vídjó

Þessi fræga auglýsing, sem ber heitið Daisy, var hluti af áróðursherferð Lyndons B. Johnson í forsetakosningum Bandaríkjanna árið 1964. Johnson hafði tekið við af Kennedy árið áður og var í framboði fyrir demókrata, en mótherji hans úr repúblíkanaflokknum var íhaldsmaðurinn Barry Goldwater.

 

Í kosningabaráttunni beitti Johnson því bragði að saka Goldwater um að vera óábyrgan og stríðsglaðan, og reyndi… [Lesa meira]

Áróðursmálaráðuneytið: Læknarnir reykja Camel

„Fleiri læknar reykja Camel heldur en nokkra aðra sígarettutegund.“

 

Þetta bandaríska auglýsingaplakat frá árinu 1949 var hluti af umfangsmikilli markaðsherferð Camel… [Lesa meira]

Áróðursmálaráðuneytið: Indjáninn sem tárast yfir mengun í Ameríku

Vídjó

Árið 1971 sendu bandarísku samtökin Keep America Beautiful frá sér þessa auglýsingu. Við sjáum indjána tárast yfir náttúruspjöllunum og menguninni sem fylgir lífi nútímamannsins.

 

Leikarinn Iron Eyes Cody, sem var af ítölsku bergi brotinn, fór með hlutverk indjánans. Auglýsingin var sýnd í bandarísku sjónvarpi þann 22. apríl, á hinum svokallaða Degi jarðar, og var umdeild á sínum tíma. Þá átti… [Lesa meira]

Bandarískir vinir Finnlands gerðu áróðursmynd um Vetrarstríðið 1939

Vídjó

Lemúrinn hefur áður fjallað um Vetrarstríðið, en það hófst haustið 1939 þegar Sovétríkin réð­ust inn í Finnland. Stríðið stóð í rúma þrjá mán­uði og varð 150 þúsund manns að bana. Orsakir átak­anna má rekja til Stalíns, harðstjórans ógurlega, sem vildi ná undir sov­ésk yfir­ráð þau svæði sem runnið höfðu frá Rússum til Finna við und­ir­ritun… [Lesa meira]

Janet Greene og lagið um kommaaumingjana

Söngkonan Janet Greene var nokkurs konar svar bandarískra íhaldsmanna og „hins siðaða þjóðfélags“ á sjöunda áratugnum við róttækum tónlistarmönnum á borð við Joan Baez og Bob Dylan. Hún söng níðsöngva um „kommúnistana“, til dæmis um stúdentana sem stóðu fyrir ýmsum mótmælum í Bandaríkjunum á sínum tíma, meðal annars gegn… [Lesa meira]

Áróðursmálaráðuneytið: Faðir og sonur ásamt börnum Norður-Kóreu

Á þessari áróðursmynd sjáum við Kim Il-Sung, ævarandi leiðtoga Norður-Kóreu, ásamt syni sínum og arftaka Kim Jong-Il, innan um hóp af norður-kóreskum börnum. Báðir þessir leiðtogar eru nú látnir, en ættin lifir þó áfram, því sonarsonurinn Kim Jong-Un fer nú með völdin þar í… [Lesa meira]

Áróðursmálaráðuneytið: „Varir sem snerta áfengi…“

Ljósmynd þessi er frá öðrum áratug 20. aldar. Konurnar á myndinni gerðu hana á vegum Anti-Saloon League, bandarískra samtaka sem börðust fyrir því að áfengi yrði bannað þar í landi. Þessar siðprúðu dömur standa undir skilti með slagorðinu „Varir sem snerta áfengi munu ekki snerta okkar varir“.

 

Samtökin fengu sínu framgengt árið 1920 með átjándu viðbótinni við stjórnarskrá Bandaríkjanna, sem kvað á… [Lesa meira]