Áróðursmálaráðuneytið: „Góðir vinir í þremur löndum“

„Góðir vinir í þremur löndum“. Mynd þessi birtist í Japan árið 1938 og fagnar bandalagi Þýskalands, Ítalíu og Japans, öxulveldanna svokölluðu í seinni heimsstyrjöld. Efst sjáum við leiðtoga þjóðanna þriggja: Adolf Hitler, Benító Mússólíní og Híróhító keisara. Fyrir neðan leika börnin sér með fána… [Lesa meira]

Áróðursmálaráðuneytið: Alaska er dauðagildra fyrir japönsku rottuna

Aleuteyjar

Aleuteyjar

Áróðursplakat þetta er úr seinni heimsstyrjöld og var gert á vegum bandaríska sjóhersins á árunum 1942-1943. Þar sést japani í líki rottu freistast í músagildru í Alaska.

 

Ekki allir vita að átök Bandaríkjanna og Japans í Kyrrahafi… [Lesa meira]

„Má ég kyssa þig, félagi Stalín?“

Vídjó

Úr Padeniye Berlina (Falli Berlínar), sovéskri áróðursmynd frá árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Lýðurinn þakkar Stalín fyrir afrek í styrjöldinni og biður um að fá að kyssa hann. (Klippan birtist í heimildarmyndarþáttaröð BBC og PBS People’s… [Lesa meira]

Áróðursmálaráðuneytið: Bretar öruggir undir augum eftirlitsríkisins

Lemúrinn hélt að klaufaleg áróðurstækni fjórða og fimmta áratugsins væri löngu búin að deyja drottni sínum, en svo virðist ekki vera.

 

Áróðursplakat þetta birtist víðsvegar í strætóskýlum Lundúna árið 2002, skömmu eftir innleiðingu eftirlitsmyndavéla í almenningssamgöngukerfi borgarinnar. Ótrúlegt en satt þá var plakatið hvorki ádeila né grín. Það var birt í fúlustu alvöru á vegum embættis borgarstjóra Lundúna, sem þá var… [Lesa meira]

Áróðursmálaráðuneytið: „Tortímum þýska skrímslinu!“

„Tortímum þýska skrímslinu!“ Barn á skíðum virðir fyrir sér áróðursplakat í Leníngrad (Sankti Pétursborg) í Sovétríkjunum, í desember 1941, nokkrum mánuðum eftir að umsátur Þjóðverja um borgina hófst í síðari heimsstyrjöld. Umsátrið stóð í rúm 2 ár, en á þeim tíma létust um milljón óbreyttir borgarbúar úr hungri og… [Lesa meira]

Dýrabær Orwells og teiknimyndin sem var fjármögnuð af bandarísku leyniþjónustunni

Vídjó

Dýrabær (e. Animal Farm) er eitt af mörgum frábærum verkum enska rithöfundarins George Orwell. Þessi fræga dæmisaga segir frá dýrum á búgarði sem rísa upp gegn oki mannana, reka þá á brott og taka reksturinn í eigin hendur. Svínin, sem eru gáfuðustu dýrin, enda uppi með öll völdin á bænum og sýna brátt alræðistilburði. Hægt… [Lesa meira]

Áróðursmálaráðuneytið: „Gleymdu ekki bandarísku heimsveldisúlfunum!“

„Gleymdu ekki bandarísku heimsveldisúlfunum!“  Áróðursplakat þetta birtist í Norður-Kóreu, eina stalínistaríki heims, skömmu fyrir andlát æðsta leiðtogans Kim Jong-Il. Eins og sést gerir brosandi bandarískur hermaður sig líklegan til að sleppa litlu kóresku barni ofan í brunn fyrir framan angistarfulla… [Lesa meira]

Njósnari óvinarins og þú!

Vídjó

Opinber bandarísk mynd frá tímum kalda stríðsins um erlenda… [Lesa meira]

Áróðursmálaráðuneytið: Pýramídi auðvaldskerfisins

Þessi fræga áróðursmynd sósíalista ber heitið Pýramídi auðvaldskerfisins. Hún kom fyrst út árið 1911 í borginni Cleveland í Bandaríkjunum. Skráðir höfundar eru Nedeljkovich, Brashick og Kuharich.

 

Myndin sýnir valdkerfi kapítalismans frá sjónarhorni sósíalista. Fámennar elítur lifa í vellystingum á meðan blekkt og kúguð verkamannastétt þrælar undir oki… [Lesa meira]

„Milljónamæringurinn“: Sovésk áróðurs-teiknimynd um hund sem verður stórkapítalisti

Vídjó

Áróðursteiknimyndin Milljónamæringurinn var gerð árið 1963 af Soyuzmultfilm kvikmyndaverinu í Moskvu.  Hún segir söguna af dyggum hundi í Bandaríkjunum sem erfir ríkidæmi húsbónda síns og verður fyrir vikið að úrkynjuðum, dansandi, drekkandi, vindlareykjandi stórkapítalista. Myndin er með enskum texta.

 

Þarna voru á ferðinni teiknimyndasmiðirnir V. Bordsilovskíj og Y. Prýtkoff, sem fengust við að gera teiknimyndir fyrir sovésk… [Lesa meira]

Af ævintýrum Münchhausen baróns og hvernig þau urðu að áróðurstæki nasista

Ævintýri Münchhausen baróns eru líklegast einar frægustu grobbsögur allra tíma. Þær eru eignaðar Karli Friðriki Híerónýmusi (1720-1797) fríherra frá Münchhausen (fríherra er annað orð yfir barón) sem ungur að árum gekk í rússneska herinn og barðist við Tyrki í tveimur herleiðöngrum.

 

Síðar gerðist hann virðulegur kaupsýslumaður sem hafði gaman að segja ýkjusögur af sjálfum sér í matarboðum. Hæfileiki hans til að segja sögur… [Lesa meira]

Kínversk áróðursmynd um fyrstu kjarnorkuvopnatilraunir Kína árið 1964

Vídjó

Kínversk áróðurskvikmynd frá 1966 segir frá fyrstu tilraunum kommúnistastjórnarinnar með kjarnorkuvopn.

 

Sýnt er frá undirbúningi vísindamanna og verkamanna fyrir þennan sögulega atburð. Og kjarnorkusprengingarnar sjálfar sjást í dramatískum senum. „Fyrsta kjarnorkusprenging þjóðarinnar hefur heppnast. Kjarnorkuvopnin sem hönnuð voru og smíðuð af okkar eigin þjóð hafa algerlega heppnast.“

 

ChinaNuclear… [Lesa meira]