Vídjó

Áróðursteiknimyndin Milljónamæringurinn var gerð árið 1963 af Soyuzmultfilm kvikmyndaverinu í Moskvu.  Hún segir söguna af dyggum hundi í Bandaríkjunum sem erfir ríkidæmi húsbónda síns og verður fyrir vikið að úrkynjuðum, dansandi, drekkandi, vindlareykjandi stórkapítalista. Myndin er með enskum texta.

 

Þarna voru á ferðinni teiknimyndasmiðirnir V. Bordsilovskíj og Y. Prýtkoff, sem fengust við að gera teiknimyndir fyrir sovésk yfirvöld á þessum árum. Áróðursmyndirnar áttu að hvetja sovéska borgara til dáða og vara þá við illsku vestrænna heimsveldissinna.