Í Þýskalandi nasismans var hin nýja swing- og djasstónlist litin hornauga af ráðamönnum og talin sérlega úrkynjuð þar sem hún átti upptök sín í menningu blökkufólks í Bandaríkjunum. Slík tónlist var kölluð Negermusik. Hún þótti alls ekki við hæfi „arískra“ Þjóðverja, og fékk litla spilun þar í landi eftir að nasistar komust til valda.

 

Svaka stuð hjá "Charlie" og félögum

Svaka stuð hjá „Charlie“ og félögum.

Swing var hins vegar gríðarlega vinsælt í hinum enskumælandi heimi og Jósef Göbbels, áróðursmálaráðherra Þriðja ríkisins, sá tækifæri til þess að nýta sér þessar vinsældir í áróðursskyni. Útkoman var Charlie and his Orchestra, þýsk „big band“ sveit sem söng áróðurstexta nasista á ensku við stefin í vinsælum swing-lögum.

 

Hljómsveitin starfaði á árunum 1939-1943 og tók upp yfir eitt hundrað lög á þeim tíma. Hana skipuðu nokkrir vel valdir þýskir tónlistarmenn, þar fremst í flokki sjálfur „Charlie“, sem hét réttu nafni Karl Schwendler. Hann var frá Duisberg í Þýskalandi en talaði og söng á reiprennandi ensku og var því mikill fengur fyrir Göbbels. Upptökur fóru alfarið fram í upptökuveri þýska áróðursmálaráðuneytisins.

 

Jósef Göbbels, áróðursmálaráðherra Þriðja ríkisins, átti hugmyndina að áróðurs-swingtónlist.

Jósef Göbbels, áróðursmálaráðherra Þriðja ríkisins, átti hugmyndina að áróðurs-swingtónlist.

Lögin voru yfirleitt ekki frumsamin heldur útfærslur á lögum sem höfðu þegar náð vinsældum. Nýju áróðurstextarnir fóru yfirleitt stórum orðum um hernaðarmátt Þýskalands, komandi ósigur bandamanna og alþjóðlegt samsæri Gyðinga. Áróðurinn var fyrst og fremst hugsaður fyrir breskan almenning, og mikið gert úr því að bandamenn Breta vestanhafs væru leikbrúður gráðugra Gyðinga. Heimildir herma að Churchill hafi skemmt sér konunglega yfir þessum klaufalega áróðri Þjóðverja.

 

Að neðan má heyra nokkur lög með Charlie and his Orchestra. Hér er til dæmis útgáfa þeirra af sígilda swing-laginu Elmer’s Tune, sem var á sínum tíma vinsælt í flutningi Glenn Miller and his Orchestra. Í meðför Charlie fær lagið nýjan texta sem lýsir mætti þýska kafbátaflotans:

 

German Submarines

 

Why are the ships always sinking and blinking at sea,
What makes the British start thinking of their cup of tea,
It’s now the season, the reason, it’s plain what it means,
German submarines!

 

What makes the sailors go crazy wherever they cruise,
What makes the market go down, what frightens the Jews,
What takes the kick out the chicken, the pork from the beans,
German submarines!

 

Listen, listen, can’t you hear the sound they’re never missing,
Torpedoes, torpedoes, hitting us days and hitting us nights.
Who sinks the trawler, the tanker, the ship full of meat,
Who sinks destroyers and cruisers, the pride of the fleet,
It’s now the season, the reason, it’s plain what it means,
German submarines!

 

Vídjó

 

Hérna er svo útgáfan af fræga slagaranum You’re Driving Me Crazy. Í nýjum texta er hermáttur Þjóðverja sagður gera Winston Churchill, leiðtoga Breta og verkfæri Gyðinga, alveg brjálaðan.

 

You’re Driving Me Crazy

Here is Winston’s latest tearjerker:

Yes, the Germans are driving me crazy.
I though I had brains, but they shattered my planes.
They’ve built up a front against me, it’s quite amazing
Clouding the skies, with their planes.

The Jews are the friends who are near me to cheer me, believe me they do.
But Jews are the kind that will hurt me, desert me and laugh at me too.

Yes, the Germans are driving me crazy, my last chance I’ll pray, to get in this muddle the U.S.A.
This new pact also is driving me crazy, Germany, Italy, Japan, it gives me a pain.
I’m losing my nerve, I’m getting lazy
A prisoner forced to remain in England to reign.

The Jews are the friends who are near me, that still cheer me, believe me they do.
But Jews are not the kind of heroes who would fight for me, now they’re leaving me too.

Yes, the Germans are driving me crazy, by Jove, I pray, come in U.S.A.

 

Vídjó

 

Það er hægt að hlusta á fleiri lög með Charlie and his Orchestra á þessari síðu.