Vídjó

Myndbrotið að ofan sýnir þrjár sovéskar áróðursteiknimyndir frá árinu 1942 um Adolf Hitler, leiðtoga Þýskalands.

 

Á þeim tíma var barist af gríðarlegri hörku á austurvígstöðvunum og allur máttur Sovétríkjanna lagður í að sigrast á innrásarher Þjóðverja. Rússnesku teiknimyndagerðarmennirnir L. Amalrik og O. Khodataeva voru látnir beina kröftum sínum að gerð áróðursmynda um Hitler sem voru svo sýndar sovéskum borgurum sama ár.

 

Í fyrstu myndinni eru fasistarnir Mússólíní, Horthý og Antoneskú (þáverandi leiðtogar Ítalíu, Ungverjalands og Rúmeníu) sýndir sem hlýðnir hundar að berjast um beinin sem Hitler kastar til þeirra.

 

Í seinni myndinni sjáum við Napóleon draga Hitler niður í gröf til sín. Hér er vísun í mislukkaða tilraun Napóleóns til þess að leggja undir sig Rússland í byrjun 19. aldar.

 

Í þriðju myndinni eru hin ýmsu lönd Evrópu sýnd sem byssupúðurstunnur sem Hitler mistekst að halda á lofti án þess að allt springi í loft upp.