Vídjó

Eins og Lemúrinn hefur áður greint frá, þá voru Sovétmenn sérlega duglegir við gerð áróðursteiknimynda á tímum síðari heimsstyrjaldar.

 

Stuttmyndirnar hér að ofan eru frá árunum 1941-1942. Þær lýsa illum ásetningi Hitlers, en hann er sagður vilja stela uppskerunni frá samyrkjubændum, afhenda verksmiðjurnar feitum, vindlareykjandi kapítalistum, kasta hinni frjálsu rússnesku þjóð í fjötra og þekja landið hinum dauðu. En nei, það skal ekki verða! Sovétmenn munu varpa þremur sprengjum fyrir hverja sprengju Þjóðverja.

 

Fleiri slíkar stuttmyndir sjást hér að neðan. Þar eru „fasistasvínin“ sýnd laumast um að brenna uppskeru sovéskra bænda og klippa á rafmagnslínur, þar til dyggir sovéskir hermenn reka þau loksins á hol. Stígvéli nasista trampa yfir hersetin þjóðríki Evrópu og sprengjum rignir yfir þau. En aldrei mun slíkt gerast fyrir hina rússnesku móðir!

 

Vídjó