Vídjó

 

Þann 12. október árið 1960 hélt formaður Japanska sósíalistaflokksins, Asanuma Inejiro, ræðu á kosningafundi fyrir komandi þingkosningar. Í miðri ræðu réðst 17 ára unglingur, Yamaguchi Otoya, upp á svið og rak wakizashi-samúræjasverð í  Asanuma og drap hann. Atvikið var tekið upp á myndband.

 

Asanuma var umdeildur bæði á hægri og vinstri væng japanskra stjórnmála vegna stuðnings síns við kínverska kommúnistaflokinn. Yamaguchi var meðlimur í hægri- og þjóðernissinnaðri öfgahreyfingu.

 

Yamaguchi framdi síðar sjálfsmorð í fangelsi. Hann hengdi sig eftir að hafa skrifað ‘Lengi lifi keisarinn!’ á veginn með tannkremi.

 

Mynd ljósmyndarans Nagao Yasushi fékk Pulitzer-verlaunin árið 1960: