Vídjó

Þessi fræga auglýsing, sem ber heitið Daisy, var hluti af áróðursherferð Lyndons B. Johnson í forsetakosningum Bandaríkjanna árið 1964. Johnson hafði tekið við af Kennedy árið áður og var í framboði fyrir demókrata, en mótherji hans úr repúblíkanaflokknum var íhaldsmaðurinn Barry Goldwater.

 

Í kosningabaráttunni beitti Johnson því bragði að saka Goldwater um að vera óábyrgan og stríðsglaðan, og reyndi að sannfæra almenning um að hann væri betri gæslumaður hagsmuna þeirra á þessum erfiðu árum kalda stríðsins.

 

Í myndbandinu sjáum við litla stúlku telja petala af blómi. Í kjölfarið hefst kjarnorkustríð og Johnson þylur yfir sprengingarnar: „Þetta er það sem er að veði! Að skapa heim þar sem öll Guðs börn geta lifað, eða höfða út í myrkrið. Við verðum að elska hvert annað eða deyja.“

 

Johnson vann forsetakosningarnar með miklum meirihluta, 61% atkvæða. Í valdatíð hans börðust Bandaríkjamenn af mikilli hörku í Víetnam, en þó áttu sér stað mikilvægar framfarir á sviði borgaralegra réttinda heima fyrir.

 

Johnson og Goldwater

Johnson og Goldwater