Bítlarnir sendu frá sér lagið „Let It Be“ árið 1970. Tveimur árum síðar varð það fyrsta bítlalagið sem fékk spilun í Sovétríkjunum. Kommúnistastjórn landsins hafði lengi álitið vestræna popptónlist siðspillandi og reynt eftir fremsta megni að vernda sovéska alþýðu frá slíkri úrkynjun.
Lagið varð strax gríðarlega vinsælt austan Járntjaldsins og brátt kom út stórskemmtileg útgáfa á rússnesku, „Отпускай“ (ísl. „Svo verður það“). Lemúrinn er sérlega hrifinn af dansatriðinu í lokin.