Það hefur frekar verið viðloðandi arfleifð ofbeldisfulla friðarsinnans Johns Lennons að vera talinn pólitískur. Hann var jú undir eftirliti hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA eins og frægt er orðið. Hann barðist og söng fyrir friði, fyrir réttindum verkamannastéttarinnar, fyrir kvenréttindum og hverju sem honum datt í hug. Gamli ólátabelgurinn John.

 

Paul McCartney virtist í öllu falli mun prúðari og stilltari, var lítið að æsa sig yfir stríðsbrölti úti í heimi. Eða hvað? Paul var nefnilega einu sinni bannaður hjá breska ríkisútvarpinu, BBC!

 

Fjöldamorðin í Derry, sem áttu sér stað þann 30. janúar árið 1972 og jafnan kölluð blóðugi sunnudagurinn, höfðu mikil áhrif á Paul. Ekki síst vegna þess að einn nánasti samstarfsmaður hans í hljómsveitinni Wings, gítarleikarinn Henry McCullough, ólst upp á Norður-Írlandi.

 

Paul fannst hann knúinn til að gera eitthvað í málunum. Hann og Linda eiginkona hans létu hendur standa fram úr ermum og sömdu lagið „Give Ireland Back To The Irish“ á einum sólarhring. Hljómsveitin Wings tók upp lagið þann 1. febrúar og var það síðan gefið út á smáskífu beggja vegna Atlantshafsins undir lok febrúarmánaðar.

 

Bloody_Sunday

Þessi veggmynd í Bogside-hverfi Derry sýnir andlit þeirra sem voru myrtir af breskum hermönnum þann 30. janúar árið 1972.

 

Paul þurfti að standa í talsverðu stappi til að fá lagið útgefið. Sir Joseph Lockwood, forseti EMI-plöturisans sem gaf út plötur Wings, hafði til að mynda hringt í Paul og sagt að lagið yrði ekki gefið út. Paul brást við hinn versti og hótaði öllu illu, yrði lagið ekki gefið út á smáskífu.

 

Lagið var svo auðvitað bannað af BBC. Þegar minnst var á lagið á vinsældalistum var það einfaldlega kallað „lagið“ með Wings. Þrátt fyrir það náði lagið alla leið í 16. sæti breska vinsældalistans. Það fór að sjálfsögðu rakleiðis á toppinn á Írlandi. Og Spáni reyndar líka. Muy bueno.

 

Þess má reyndar geta, sem er leiðindamál, að bróðir áðurnefnds Henrys McCulloughs var laminn vegna lagsins af fautum sem komust að því að Henry var í Wings.

 

Hér má heyra lagið, og fyrir neðan má lesa textann. Hann er kannski ekkert sérstaklega djúpur og ber ef til vill merki þess að hafa verið saminn í fljótfærni.online casino En hei, textinn við  „Give Peace a Chance“ var nú ekkert svo djúpur heldur. McCullough á svo sannkallaðan stórleik á gítarnum!

 

Vídjó

 

Give Ireland back to the Irish
Don“t make them have to take it away
Give Ireland back to the Irish
Make Ireland Irish today

 

Great Britian you are tremendous
And nobody knows like me
But really what are you doin“
In the land across the sea

 

Tell me how would you like it
If on your way to work
You were stopped by irish soliders
Would you lie down do nothing
Would you give in, or go berserk

 

Give Ireland back to the Irish
Don“t make them have to take it away
Give Ireland back to the Irish
Make Ireland Irish today

 

Great Britian and all the people
Say that all people must be free
Meanwhile back in ireland
There“s a man who looks like me

 

And he dreams of god and country
And he“s feeling really bad
And he“s sitting in a prison
Should he lie down do nothing
Should give in or go mad

 

Give Ireland back to the Irish
Don“t make them have to take it away
Give Ireland back to the Irish
Make Ireland Irish today

 

Give Ireland back to the Irish
Don“t make them have to take it away
Give Ireland back to the Irish
Make Ireland Irish today.