Lemúrinn veit ekki til þess að skepnan quokka heiti neitt sérstakt annað á íslensku, þetta er eitt af þessum skrítnu tegundum sem bara má finna í Ástralíu, smáfrændi kengúrunnar á stærð við kött, sem býr aðallega á eyjum við vesturströnd Ástralíu.
Af einhverjum ástæðum virðast þessar skepnur sífellt vera með bros á vör, og hefur quokka því stundum verið kallað „hamingjusamasta dýr í heimi“ (þó það sé því miður meðal viðkvæmra tegunda á rauðum lista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna yfir dýr í útrýmingarhættu).
En það vinsælasta í Ástralíu um þessar mundir er að taka svokallaðar selfie-sjálfsmyndir, rekist maður á quokka. Dýrin eru ekki sérlega hrædd við manninn og sitja gjarnan fyrir á mynd, ef marka má myndirnar hér að neðan: