Grimmur barnamorðingi gengur laus á götum Berlínarborgar. Óhugur er í borgarbúum, lögreglunni gengur ekkert að hafa hendur í hári ófreskjunnar. Geta glæpamenn borgarinnar stöðvað hann?

 

M — Eine Stadt sucht einen Mörder var fyrsta talmynd leikstjórans Fritz Lang, eins helsta meistara hinnar blómlegu kvikmyndamenningar Þýskalands millistríðsáranna. Sjálfur taldi Lang M sína bestu mynd. Myndin var sú næstsíðasta sem hann gerði í Þýskalandi, hann flúði til Bandaríkjanna árið 1934. Morgunblaðið sagði svo frá í umfjöllun um verk Langs 24. október 2000:

 

„Velgengni M fór ekki framhjá Joseph Goebbels,  áróðursmeistara „foringjans“. Hann varð svo hrifinn að Lang var boðið að gera mynd fyrir Hitler, menn vonuðust til þess að hann gæti endurtekið sigurgöngu verka Leni Riefenstahl. Goebbels gleymdi að taka það með í reikninginn að Lang, sem um þessar mundir galt fyrir nýjasta verk sitt, Die Testament des Dr. Mabuse (’33), var af gyðingaættum. Segir sagan að Lang hafi séð sína sæng upp reidda eftir gylliboð Goebbels og flúið land þá þegar um kvöldið.“

 

Lemúrinn birti á dögunum áhugavert viðtal við Lang sem kollegi hans William Friedkin (leikstjóri The Exorcist) tók árið 1975.

 

En hér er kvikmyndin.

 

Vídjó