Þessi litla leðurblaka heldur til í frumskógum Víetnams og ber hið óttavekjandi latneska heiti Murina beelzebub eða Pípunefja-leðurblaka Beelzebubs. Það voru ungverskir náttúrufræðingar sem gáfu leðurblökunni nafn þetta, þegar þeir uppgötvuðu tegundina nú í haust, að sögn vegna litarháttar hennar, en hún er með svart höfuð og dökkan feld allstaðar nema á maganum, sem er ljósari. Beelzebub litli þykir feimin af leðurblöku að vera og er ekki vitað til þess að hún fremji mörg illvirki eða sé á neinn hátt gefin fyrir satanisma.