Gila-skrímslið er eitruð eðlutegund sem býr í Bandaríkjunum og Mexíkó. Eðlan er stór og þunglamaleg, og getur orðið allt að 60 cm löng og vegið 2-3 kíló. Gila-skrímslið býr í eyðimörkinni og þekkist á svörtum kroppnum sem er alsett bleikum, gulum og appelsínugulum dílum.

 

Bit dýrsins er sagt sérstaklega sársaukafullt en það er hins vegar mjög sjaldgæft að menn verði fyrir því. Eðlan er svo þunglamaleg og hægfara að mannfólk á auðvelt með að forðast kjaft hennar. Ekki hefur heyrst af neinum dauðsföllum í að verða heila öld af völdum gila-skrímslis en yfirvöld benda fólki á að vara sig á eðlunni á svæðum hennar.

 

Árið 1899 skrifaði læknirinn Dr. Ward þessi orð í blaðið Arizona Graphic: „Ég hef aldrei þurft að sinna útkalli vegna bits Gila-skrímslis og mig langar ekki til þess. Ég held að sá sem sé svo heimskur að láta Gila-skrímsli bíta sig eigi skilið að deyja. Dýrið er svo luralegt og hægfara að fórnarlambið þarf að veita dýrinu mikla aðstoð til að verða bitið.“

 

800px-Gila_Monster_head

(Wikimedia Commons)

 

1024px-Gila_monster2

(Wikimedia Commons)

 

8608397172_e017ec9587_z (1)

Mynd: Jimmy Thomas (CC: flickr.com/photos/iagoarchangel/)

 

Vídjó

Efsta mynd: Jason (CC: flickr.com/photos/webbaliah)