Leðurblakan fjallar um eitt óhugnanlegasta morðmál í sögu Finnlands, sem aldrei hefur verið leyst þrátt fyrir áralanga rannsókn. Ókunnur maður réðst þá á fjóra unglinga sem sváfu í tjaldi við Bodom-vatn, friðsælt stöðuvatn í nágrenni Helsinkis, snemma á sjöunda áratuginum. Þrír unglingar voru myrtir en sá fjórði komst með naumindum lífs af.

 

Fjölmargir hafi í gegnum árin verið grunaðir um að hafa frami þetta ódæðið, en morðin við Bodom-vatn eru enn í dag eitt alræmdasta óleysta sakamál í Finnlandi, ekki síst þar sem morðinginn leikur kannski enn lausum hala.