Breski listrýnirinn og rithöfundurinn John Berger lést árið 2017, níræður að aldri.
Hann er líklega frægastur fyrir heimildarþáttaröðina „Ways of Seeing“ sem hjá BBC árið 1972. Í þáttunum, sem eru fjórir talsins, dregur Berger á snilldarlegan hátt fram hvernig fólk horfir á listaverk sögunnar út frá ólíkum sjónarhóli á hverjum tíma. Berger gaf síðar út bók með sama nafni þar sem sömu hugmyndir koma fram.
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, útskýrir hugmyndir Bergers svona:
Í tímamótabók sinni um myndlist, Ways of Seeing – eða Leiðir til að sjá – bendir einhver mesti hugsuður tuttugustu aldar, John Berger, á þá staðreynd að sýn okkar á heiminn kemur á undan orðum okkar um heiminn. Barnið horfir og þekkir löngu áður en það getur talað.
Berger bendir ennfremur á hvernig sýn okkar kemur á undan orðum í öðrum skilningi. Þ.e.a.s. í þeim skilningi að það er sýnin sem leggur grunninn að stöðu okkar í heiminum sem umlykur okkur. Við útskýrum þann heim með orðum, en orðin geta samt aldrei vegið upp á móti þeirri staðreynd að heimurinn er allt um kring. Sambandið á milli þess sem við sjáum og þess hvað við vitum verður m.ö.o. aldrei útkljáð.
Hér er svo spjall Johns Berger og Susan Sontag um frásagnarlistina: