Hér sjáum við ljósmyndir sem teknar voru í Reykjavík á árabilinu 1973 til 1977, aðallega í miðborginni. Á myndinni hér fyrir ofan sjáum við Austurvöll þar sem landslagið hefur breyst töluvert. Aðrar myndir sýna götur og hús sem eru nokkurn veginn eins.

 

Þetta var á áratug Guðmundar og Geirfinnsmála, þorskastríða og handritamálsins. Og kvenréttindabaráttu, en kvennafrídagurinn fór fram 24. október 1975.

 

Richard Nixon Bandaríkjaforseti er á einni mynd hér fyrir neðan en hann átti fund með Georges Pompidou Frakklandsforseta á Kjarvalsstöðum árið 1973.

 

Strax fyrsta kvöldið fékk hann sér óvænta miðnæturgöngu, labbaði niður með Fríkirkjunni, frá bandaríska sendiráðinu, og niður að Tjörn. Aðeins tveir öryggisverðir fylgdu honum og tveir íslenskir lögregluþjónar, Tómas Jónsson og Magnús Einarsson. Nixon stoppaði við hvern mann sem hann mætti og heilsaði sérstaklega krökkum. „Það þekktu hann allir og fólk tók honum mjög vel, utan einn maður, sem var nokkuð við skál, og þóttist eiga eitthvað vantalað við Nixon,“ sagði Tómas síðar (Úr grein í Morgunblaðinu árið 1995)

 

Þegar vorið var að koma í Reykjavík í kringum 1976 orti Megas um kvíðann sem fylgdi þeim árstíðaskiptum:

 

Ekkert er andstyggilegra

 

Esjan hún gín við ólívugræn og fráleit

Megas.

og Akrafjallið og hörgult það hlær við tönn

Skarðsheiðin sínum skræpótta kirtli búin

og skósíða hún foraktar alla hvunndagsins önn

 

Um Austurvöll þessa víðáttumiklu gresju

vísundahjarðir eigra þar um og stefnulaust

sauðsvartar krákur hátt uppá himni nábleikum

herma að malbikað muni þar annað haust

 

Hvítan hött ber hvanngrænan jökulnefnan

hún kveður hún tekur ofan hún er á brott

finnst þér ekki einninn að allt sé landslagið hannað

af ölóðum rakara og hyrndum með hrokkið skott

 

En Ingólfur vakir hann ber við bleika Esjuna

hann beinir haukfránum sjónum yfir þann stað

hvar súlurnar höfnuðu fjandanum einum til fagnaðar

fúlt er innrætið guða – hann veit allt um það

 

Því Esjan er heiðgul frá Akrafjalli stafar

infrarauðum geisla yfir land og sjó

ó hve glaður gef ég skít í vor þitt

og ég skal gnauða eins og haustvindur og ræna þig allri ró

 

allt eins og mykjugræn martröð

mig sækja vordraumar heim

ekkert er andstyggilegra

en að erfa hlutdeild í þeim

 

(Lag af sérútgáfu plötunnar Fram og aftur blindgötuna)

 

Þingholtsstræti og Næpan, sumarið 1974. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).

 

Við Skúlagötu, 1974. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).

 

 

Frakkastígur í desember 1973. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).

 

Frakkastígur mánuði síðar, í janúar 1974. Fiskbúð, Lífstykkjasalan og sovéska geimrannsóknarskipið Vladimir Komarov, sem kom oft til Íslands á þessum árum. Það var nefnt í höfuðið á fyrsta geimfaranum sem lést í geimferð en Lemúrinn fjallaði um hann fyrir skemmstu. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).

 

 

Reykjavík, Engey, Akrafjall, Skarðsheiði og Esjan sumarið 1974. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).

 

Horft frá Vitastíg árið 1974. Stýrimannaskólinn í bakgrunni. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).

 

Bókhlöðustígur, ágúst 1974. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).

 

Höfnin í Reykjavík, sumarið 1975. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).

 

Grettisgata, janúar 1974. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).

 

Horn Vitastígs og Bergþórugötu, þar sem Vitabar er núna, 1973. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).

 

 

Breiðholt, júlí 1975. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).

 

Richard Nixon Bandaríkjaforseti og Georges Pompidou Frakklandsforseti áttu fund á Kjarvalsstöðum í Reykjavík vorið 1973. Oliver F. Atkins tók myndina 31. maí. Nixon þótti alþýðlegur í þeirri heimsókn og vakti athygli fyrir að víkja frá öryggisreglum og taka Reykvíkinga tali á götum úti. „Hann var alveg eins og ég átti von á, að vísu dálítið nefþykkur, en annars bara eins og almúgafólk, og mjög almennilegur.“ Þetta hafði Morgunblaðið eftir Guðrúnu Jónsdóttur, 78 ára gömlum íbúa við Laufásveg gegnt bandaríska sendiráðinu. (NARA/Wikimedia Commons)

 

Rússneska skólaskipið Kruzenstern í Reykjavík, sumarið 1977. Það er fjögurra mastra skip sem var byggt í Bremerhaven-Wesermünde í Þýskalandi árið 1926. Rússar fengu það í skaðabætur í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).

 

Lækjargata. Sumarið 1974. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).

 

Nýja kökuhúsið við Austurvöll, maí 1975. Mynd: Hlynz (Wikimedia Commons).

 

Laugardalslaug, júlí 1975. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).

 

Laugardalslaug, júlí 1975. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).

 

Miðborgin úr Hallgrímskirkjuturni. Sumarið 1974. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).

 

Skólavörðustígur. ATH: Myndin er líklega frá miðjum níunda áratugnum, ekki þeim áttunda eins og gefið var til kynna í fyrstu. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).

1100 ára afmæli Íslandsbyggðar fagnað í Reykjavík í byrjun ágúst 1974. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).

 

1100 ára afmæli Íslandsbyggðar fagnað í Reykjavík í byrjun ágúst 1974. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).

1100 ára afmæli Íslandsbyggðar fagnað í Reykjavík í byrjun ágúst 1974. Mynd: Christian Bickel (Wikimedia Commons).