Heimaey í júlí 1974. Þá var ár liðið frá lokum eldgossins í Vestmannaeyjum og hreinsunarstarf var enn í fullum gangi.
Myndirnar tók Þjóðverjinn Christian Bickel en Íslandsmyndir hans frá sömu árum hafa áður birst á Lemúrnum.
Eldgosið hófst um miðja nótt 23. janúar 1973 og lauk 3. júlí það ár. Íbúar í Vestmannaeyjum voru þá um 5200 og voru flestir fluttir til fastalandsins.
Þegar gosinu lauk tók við mikið hreinsunarstarf þar sem gosefnunum var rutt í burtu úr bænum. Fjölmargir sjálfboðaliðar tóku þátt í starfinu, innlendir sem erlendir.
nat.is
Hreinsunarstarf hófst strax að gosi loknu og a.m.k. 2,2 milljónum rúmmetra af gosefnum var ekið á brott úr bænum. Hluti af þessum efnum var notaður til að breikka flugbrautir. Þessu starfi var haldið áfram næstu tvö árin. Árið 1974 var borað í hraunið og 80-100°C heit gufan notuð til upphitunar ferskvatns frá landi til húshitunar með varmaskiptum í lokuðu kerfi. Hitaveitan entist í 15 ár. Gosefni, rauðamöl, vikur, gjall og nýmyndaðar sand- og malarstrendur leystu úr skorti á byggingarefnum. Nýja hraunið er mjög þykkt og það munu líða áratugir áður en það og Eldfellið verða að fullu kólnuð. Eins og stendur þarf ekki að grafa dýpra en 50 sm í hlíðum Eldfells til að koma niður á 200-300°C hita. Hitinn á toppi Eldfells (200m) mældist 630°C árið 1998.
Christian Bickel – Wikimedia. Nálgist þessar myndir í fullum gæðum hér.