Berit Wallenberg (1902–1995) var sænskur forn­leifa– og list­fræð­ingur. Hún átti far­sælan fræða­feril en er einnig minnst fyrir ljós­myndir sem tók hún á ferða­lögum sínum í Svíþjóð og erlendis. Hún ferð­að­ist sumarið 1930, 28 ára gömul, til Íslands og fylgd­ist með þjóð­há­tíð­inni sem haldin var á Þing­völlum til að minn­ast þess að 1000 ár væru liðin frá stofnun Alþingis.

 

Lemúrinn hefur áður birt allmargar myndir frá þessari ferð Wallenberg (sjá hér og hér), en Þjóð­minja­vörður Svía (Riksantikvarieämbetet) bætti nýlega við myndunum sem við sjáum hér á Flickr-síðu sína. Efst er falleg ljósmynd af miðbæ Reykjavíkur sem Berit tók úr turni Landakotskirkju, en hægt að er sjá hana stærri með því að smella á myndina.

 

Vestmannaeyjar.

 

Herkastalinn, húsnæði Hjálpræðishersins þar sem Suðurgata og Túngata mætast í hjarta miðbæjarins í Reykjavík.