Svartur húmor var vinsælt skemmtiefni á fyrri hluta tuttugustu aldar og stórstjörnur á borð við Charlie Chaplin og Buster Keaton gerðu óspart grín að þunglyndi og sjálfsmorðshugleiðingum til þess eins að skemmta áhorfendum sínum.

 

Walt Disney, teiknimyndagerðarmaðurinn frægi, var barn síns tíma og fylgdist vel með þessum skopmyndum samtímamanna sinna. Kvikmyndin Haunted Spooks frá árinu 1920 var í sérlegu uppáhaldi hjá honum. Í henni reynir Lloyd, söguhetja myndarinnar, að fyrirfara sér, en það mislukkast sífellt þar til hann gefst að lokum upp og sættir sig við lífið.

 

Árið 1930 stakk Disney upp á því við samstarfsmann sinn Floyd Gottfredson að þeir gerðu teiknimyndasögu um Mikka mús þar sem Mikki hyggst svipta sig lífi eftir að Mína verður ástfangin af annari mús. Gottfredson var efins í fyrstu en lét að lokum sannfærast og úr varð eftirfarandi teiknimyndasaga. Þar reynir músin fræga að fremja sjálfsmorð, m.a. með því að skjóta sig, stökkva fram af brú, gasa sig og drekkja sér, allt án árangurs. Hópur sætra íkorna sannfærir hann að lokum um að láta af verknaðinum.

 

mickey_suicide1

mickey_suicide2

mickey_suicide3

mickey_suicide4

 

mickeysuicide5 mickeysuicide6 mickeysuicide7 mickeysuicide8