Fróðir menn í teiknimyndasögufræðum eru almennt sammála um að fyrsta teiknimyndasagan hafi litið dagsins ljós árið 1837. Það mun vera sagan Histoire de M. Vieux Bois eftir svissneska teiknarann og satíristann Rudolphe Töpffer. Ýmsir telja Töpffer vera einn helsta frumkvöðul teiknimyndaformsins og vísa máli sínu til stuðnings í áður óséða notkun á römmum og það frumlega samspil texta og teikninga sem birtist í verkum hans.

 

Sjálfsmynd Rodolfe Töpffer.

Sjálfsmynd svissneska teiknarans Rodolfe Töpffer.

Samtímamenn höfðu ekki miklar mætur á þessu nýja listformi Töpffers. Það sama má segja um teiknarann sjálfan, en hann taldi söguna einungis við hæfi barna og „lægri stétta“, og virðist ekki hafa gert sér fyllilega grein fyrir umfangi nýjunganna sem hann kynnti til sögunnar.

 

Þessi fyrsta teiknimyndasaga hans, Histoire de M. Vieux Bois, sem var unnin upp úr skyssum árið 1827, greinir á léttan og kómískan hátt frá mislukkuðum ástarævintýrum sjentilmannsins Monsieur Vieux Bois, og segir meðal annars frá sjálfsmorðstilraunum hans og einvígum, rányrkju, svikum og prettum. Þetta er hin skemmtilegasta lesning, en þarna birtast ýmis kunnugleg stef sem fylgt hafa teiknimyndasögum æ síðan. Upprunalega sagan var á frönsku, en ensk þýðing var prentuð í Bandaríkjunum og Englandi frá 1842 allt fram til 1877 og hét þá The Adventures of Obadiah Oldbuck eða Ævintýri Obadiah Oldbuck.

 

Lemúrinn birtir hér ensku útgáfuna í heild sinni:

 

Blaðsíða 003

Blaðsíða 004

Blaðsíða 005

Blaðsíða 006

Blaðsíða 007

Blaðsíða 008

Blaðsíða 009

Blaðsíða 010

Blaðsíða 011

Blaðsíða 012

Blaðsíða 013

Blaðsíða 014

Blaðsíða 015

Blaðsíða 016

Blaðsíða 017

Blaðsíða 018

Blaðsíða 019

Blaðsíða 020

Blaðsíða 021

Blaðsíða 022

Blaðsíða 023

Blaðsíða 024

Blaðsíða 025

Blaðsíða 026

Blaðsíða 027

Blaðsíða 028

Blaðsíða 029

Blaðsíða 030

Blaðsíða 031

Blaðsíða 032

Blaðsíða 033

Blaðsíða 034

Blaðsíða 035

Blaðsíða 036

Blaðsíða 037

Blaðsíða 038

Blaðsíða 039

Blaðsíða 040

Blaðsíða 041

Blaðsíða 042

Blaðsíða 043

Blaðsíða 044

Blaðsíða 045

Blaðsíða 046

Blaðsíða 047

Blaðsíða 048

Blaðsíða 049

Blaðsíða 050

Blaðsíða 051

Blaðsíða 052

Blaðsíða 053

Blaðsíða 054

Blaðsíða 055

Blaðsíða 056

Blaðsíða 057

Blaðsíða 058

Blaðsíða 059

Blaðsíða 060

Blaðsíða 061

Blaðsíða 062

Blaðsíða 063

Blaðsíða 064

Blaðsíða 065

Blaðsíða 066

Blaðsíða 067

Blaðsíða 068

Blaðsíða 069

Blaðsíða 070

Blaðsíða 071

Blaðsíða 072

Blaðsíða 073

Blaðsíða 074

Blaðsíða 075

Blaðsíða 076

Blaðsíða 077

Blaðsíða 078

Blaðsíða 079

Blaðsíða 080

Blaðsíða 081