Svæðið í kringum borgina Nóvókúsnetsk í suðvesturhluta Síberíu er eitt kolaríkasta svæði Sovétríkjanna gömlu. Nóvókúsnetsk var og er iðnaðarborg, og líf mikils hluta borgarbúa snýst um tvær stórar verksmiðjur, Vestur-síberísku málmvinnsluna og Nóvókúsnetsk Járn- og stálverskmiðjuna.

 

Vladimir Vorobyov (1941-2011) var fæddur og uppalinn í Nóvókúsnetsk. Hann gerði nokkrar tilraunir til þess að verða blaðamaður með litlum árangri, og hann varð á endanum verkfræðingur í Vestur-síberísku málmvinnslunni. Í byrjun áttunda áratugarins eignaðist hann ljósmyndavél, vél sem hann átti og notaði allt fram til þess að hann lést sjötugur að aldri.

 

Á myndavélina tók Vorobyov ljósmyndir af sínu nánasta umhverfi og daglegu lífi nágranna sinna í blokkum Nóvókúsnetsk. Myndir hans voru sýndar af og til á litlum sýningum í heimaborginni á meðan hann lifði, en það er ekki fyrr en nú sem þær hljóta verðskuldaða athygli, eftir að þær voru settar á sýningu í Moskvu.