Fjölmargar hljómsveitir og tónlistarmenn hafa sótt innblástur í bækur og bókmenntir. Frægt dæmi um lag sem byggt er á bókmenntaverki er Killing an Arab, fyrsta smáskífa The Cure, sem hljóðrituð var 1978.

 

Texti lagsins lýsir miðpunktinum í Útlendingnum eftir Albert Camus, þegar alsírski Frakkinn Mersault skýtur ónefndan araba til bana á ströndinni af engri ástæði.

 

Titill lagsins, Killing an Arab eða Að drepa araba, virðist fyrir suma hvatning til ofbeldisverka gegn aröbum. Titillinn hefur því komið hljómsveitinni í klandur.

 

Í Bandaríkjunum var safnplata, sem innihélt þetta lag, seld með sérstökum límmiða á umslaginu, að beiðni hagsmunasamtaka araba í Bandaríkjunum, þar sem hlustendur voru hvattir til þess að nota lagið ekki í annarlegum tilgangi. Stundum hefur Killing an Arab jafnvel vísvitandi verið sleppt á safnplötum vegna titilsins þó það sé vafalítið meðal frægustu laga sveitarinnar.

 

Söngvari Cure og höfundur lagsins, Robert Smith, hefur sagt í viðtölum að hann sjái ekki eftir að hafa samið lagið, enda eigi boðskapur alls ekki að vera kynþáttahatur, en ef til vill hefði verið betra að kallað lagið eitthvað annað.

 

Kannski er ekki orðið of seint að breyta því — á tónleikum Cure undanfarin ár hefur Smith sungið ýmislegt annað í stað umdeildu línunnar — oft Kissing an Arab, að kyssa araba, þó svo að það passi kannski ekki alveg við verk Camus.

 

Vídjó

 

Hér er texti lagsins sem lýsir hugarheimi aðalpersónu Útlendingsins:

 

Killing An Arab

 

Standing on the beach
With a gun in my hand
Staring at the sea
Staring at the sand
Staring down the barrel
At the arab on the ground
I can see his open mouth
But I hear no sound

 

I’m alive
I’m dead
I’m the stranger
Killing an arab

 

I can turn
And walk away
Or I can fire the gun
Staring at the sky
Staring at the sun
Whichever I chose
It amounts to the same
Absolutely nothing

 

I’m alive
I’m dead
I’m the stranger
Killing an arab

 

I feel the steel butt jump
Smooth in my hand
Staring at the sea
Staring at the sand
Staring at myself
Reflected in the eyes
Of the dead man on the beach
The dead man on the beach

 

I’m alive
I’m dead
I’m the stranger
Killing an arab