Í dag, 1. janúar mun fólk víða um lönd koma saman og halda hinn svokallaða Public Domain-dag hátíðlegan. Höfundaréttur í löndum Evrópusambandsins, og víðar, heldur 70 ár eftir andlát, sem þýðir að þegar árið 2012 gekk í garð datt úr gildi höfundaréttur þeirra sem létust árið 1941. Verk þeirra verða þá almenningseign (e. public domain), og almenningi því frjálst að deila þeim og njóta án endurgjalds.

 

Meðal þeirra rithöfunda sem nú verða detta úr höfundarétti eru skáldin James Joyce og Virginia Woolf. Margir gleðjast að höfundaréttur Joyce sé nú úti — dánarbú hans þykir hafa verið sérstaklega hart í horn að taka og skipt sér óspart af fræðimönnum og öðrum sem fjalla vildu um Joyce og verk hans. Samkvæmt frétt Irish Times eru nú margir leikhópar á Írlandi í startholunum að setja verk Joyce upp á sviði.

 

Joyce er frægastur fyrir skáldverk sín, þar á meðal Ulysses og Finnegans Wake, en hann samdi einnig ljóð. Ecce Puer samdi hann árið 1932, þegar honum með stuttu millibili fæddist afabarn og missti föður sinn:

 

Of the dark past

A child is born;

With joy and grief

My heart is torn.

 

Calm in his cradle

The living lies.

May love and mercy

Unclose his eyes!

 

Young life is breathed

On the glass;

The world that was not

Comes to pass.

 

A child is sleeping:

An old man gone.

O, father forsaken,

Forgive your son!

 

Rússneski listamaðurinn El Lissitzky (1890-1941) fellur einnig úr höfundarétti í ár. Lissitzky var fjölhæfur — hönnuður, ljósmyndari, arkitekt sem hafi víðtæk áhrif á list og hönnun á tuttugustu öld. Efst í þessari grein má sjá eitt verka hans, úr seríu geometríska málverka sem hann nefndi Proun. Hann gerði einnig áróðursverk fyrir sovésk stjórnvöld:

 

Lissitzky hannaði þetta stríðsáróðursplakat á dánarbeðinu árið 1941.

 

Ljósmyndarinn Alter Kacyzne (1885-1941) ferðaðist um Pólland á tímum fyrri heimsstyrjaldar og tók myndir af pólskum Gyðingum og nágrenni þeirra, ómetanleg heimild um samfélag og daglegt líf Gyðinga þar í landi. Kacyzne og kona hans voru síðar drepin í Helförinni. Ljósmyndir hans detta úr höfundarrétti í ár.

 

Feðgar, báðir járnsmiðir, í Lubin í Póllandi árið 1926. Mynd Alter Kacyzne.

 

Stúlkur læra ritninguna í bænum Łaskarzew í Póllandi árið 1920. Mynd Alter Kacyzne.

 

Ignacy Jan Paderewski (1860-1941) var pólskur píanóleikari og tónskáld. Hann notaði sér frægð sína til að berjast fyrir sjálfstæði Póllands og varð árið 1919 annar forsætisráðherra Pólska lýðveldisins. Hann sat aðeins á valdastól í rúmt ár, og áorkaði það helst að undirrita Versalasamninginn fyrir hönd Póllands.

 

Hér spilar hann sitt frægasta verk, Minúett í G-dúr. Upptaka frá árinu 1937:

Vídjó

 

Annar málari hvers verk eru nú í almenningseign er Frakkinn Robert Delaunay (1885-1941). Hann var í forsprakki fyrir listastefnuna orfisma, sem notast við sterka liti og form.

 

Svona sá Delaunay fyrir sér Eiffel-turninn.

 

Til hamingju með daginn, almenningur! Um Public Domain-daginn og fleiri höfunda sem nú missa höfundarrétt sinn má lesa á PublicDomainDay.org.