Vídjó

Margt sérkennilegt gerist í veröldinni. Fátt er þó sérkennilegra en mál þýsku mannætunnar Armin Meiwes. Árið 2001 fékk hann nefnilega ungan mann í heimsókn sem vildi vera drepinn og étinn.

 

Meiwes vann við tölvuviðgerðir og bjó lengst af hjá móður sinni í bænum Rotenburg, skammt frá Bremen. Eftir því sem árin liðu fór hann að fá kynóra um að drepa og éta ungan mann. Um fertugsaldurinn lagðist hann í leit að sjálfboðaliða til þess að vera étinn og setti auglýsingu inn á spjallvefinn The Cannibal Café. Þar sóttist hann eftir „vel byggðum 18 til 30 ára manni til slátrunar og áts.“ Bernd Jürgen Brandes, verkfræðingur frá Berlín, svaraði auglýsingu Meiwes nokkru síðar og mætti að lokum heim til hans 9. mars, tilbúinn í verknaðinn.

 

Bernd Jürgen Brandes, maðurinn sem Meiwes át.

Bernd Jürgen Brandes, maðurinn sem Meiwes át.

Brandes heimtaði að gestgjafinn skæri af honum kynfærin. Eftir að hafa gefið honum snapps og verkjalyf varð Meiwes við þessari beiðni. Þeir reyndu síðan að éta kynfærin hrá, en þau reyndust svo seig að Meiwes greip til þess ráðs að steikja þau í salti, pipar og hvítlauk. Því miður brunnu kynfærin á pönnunni og og voru gjörsamlega óæt, þannig að hann endaði á að gefa þau hundinum sínum.

 

Eftir þetta fór Brandes kynfæralaus í bað. Hann drakk meira áfengi og svo blæddi honum út í baðinu á meðan Meiwes sat í herbergi sínu og las Star Trek bók. Meiwes gekk síðan endanlega frá honum með því að stinga hann í hálsinn með hníf. Eftir þetta fór hann að verka kjötið. Allt ferlið skelfilega var tekið upp á myndband sem síðar komst í hendur lögreglu.

 

Á næstu mánuðum át Meiwes um tuttugu kíló af holdi Brandes. Kjötstykkin geymdi hann í stórum frysti í kjallaranum, og fór svo að setja myndir á netið þar sem hann sást að snæðingi. Þetta vakti fyrir rest athygli lögreglunnar, sem heimsótti hann í Rotenburg og fann frosnu kjötstykkin í kjallaranum.

 

Meiwes situr nú í lífstíðarfangelsi og kveðst hafa gerst grænmetisæta. Um margra ára skeið neitaði hann að veita viðtöl, en hefur opnað á fjölmiðla á seinni árum. Í myndbandinu hér að ofan sjáum við hann lýsa bragðinu á mannakjöti. Myndskeiðið er tekið úr kynningarmyndbandi fyrir viðtalsmyndina Interview with a Cannibalþar sem Meiwes segir breskum blaðamanni sögu sína.

 

Viðtal við mannætu

Vídjó