Vídjó

Tuttugu milljón manns búa í borginni Karachi í Pakistan. Þar eru mannslíf ódýr, því í borginni starfa mörg hundruð leigumorðingjar. Sumir þeirra ráða menn af dögum fyrir aðeins 700 dollara (u.þ.b. 85 þúsund krónur).

 

Hér sjáum við stutt viðtal blaðamannsins Suroosh Alvi við einn slíkan leigumorðingja. Hann segist hafa myrt 35 manns, finni enga sálarró og noti fíkniefni til þess að flýja veruleika starfsins. Viðtalið birtist í heimildarmyndinni The VICE Guide to Karachi (2012).